Glataði sonurinn snýr aftur

Og var þá ekki slátrað lambi?  Nei ætli ég sé nokkuð að því, enda hef ég ekki átt lamb til slátrunar síðan árið 1978 þegar síðustu botnóttu lömbin mín voru skotin og skorin hjá S.S. á Selfossi.  En strákurinn er sem sagt að koma heim eftir þriggja daga, þriggja borga og eins fótboltaleiks ferð um Evrópu. Ég er nú eiginlega hálf fegin. "Það segir fátt af einum", eins og máltækið segir.

En talandi um lömb. Ósköp held ég sé kalt að koma í heiminn þessa dagana. Ég veit að bændur láta bera inni eftir því sem hægt er, en það er ekkert grín þar sem margt er, og óskapleg vinna í kringum það. Folöldin eru líka farin að sjást, völt á löngum leggjunum í móunum meðfram vegunum. Veðrið í dag, og víst líka á morgun, er ekki það besta fyrir allt nýja lífið sem er að vakna þessa dagana. En mér er sagt að merarnar geti frestað kasti ef illa viðrar, vonandi að þær geri það sem flestar.                                             Ef við gætum það nú mannfólkið - "æ - það stendur ekki beint vel á núna - ég ætla ekki að eiga fyrr en eftir helgina".

Nú er ég fari að röfla, enda ein heima og veðrið eins og það er.  Það er hávaðarok svo hvín í trjánum eins og  vetrarnótt væri. Ég ætla að skríða uppí rúm og breiða upp fyrir haus . Þá get ég hugsað mér að allt sé eins og á að vera um miðnættið í maílok.

Hér austur í flóa er lítið folald rauðblesótt að rölta um tún við hliðina á henni mömmu sinni. Það er  bara nokkuð stöðugt á löngum löppunum, enda komið í heiminn fyrir meira en viku. það er háskýjað og vottar enn fyrir bjarmanum af sólinni sem settist fyrir handan heiði fyrir rúmum klukkutíma. það verður aldrei alveg dimmt. Það er raki í loftinu eftir skúrirnar í dag og dalalæðan fyllir allar lægðir. það er eins og skýin hafi dottið ofan af himninum og lagt sig í lautirnar á milli hraunhólanna.

Mófuglarnir eru þagnaðir. Folaldið litla hættir að elta merina, og leggur sig á milli þúfna. Hún heldur dálitla stund áfram að narta í sig grænu stráin, sem gægist uppúr sinunni, en gefur afkvæminu auga öðru hvoru. Svo leggur hún sig líka, það er komin nótt og grasið verður líka grænt á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég verð ólétt ætla ég að eiga í góðu veðri, kemur ekkert annað til greina!

Ninna (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Josiha

Æ ég fór nú bara næstum því að gráta þegar ég las þetta blogg. Ég vorkenni alltaf svooo dýrunum sem þurfa að vera út í þessu veðri/kulda

Annars ætlaði ég að eiga í snjóstormi/snjókomu og það gekk heldur betur eftir

Josiha, 25.5.2007 kl. 01:40

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég var líka aðhugsa um litlu lömbin rétt áðan. Gott að Guðmundur þinn er kominn heim. Þetta hefur verið erfið ferð. Heyrðu Helga sagan er ekki búin enn. Gaman væri að fá framlag frá þér. Þitt framlag er svo skemmtilegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.5.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: GK

Ekki erfið ferð... bara skemmtileg...

GK, 26.5.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband