20.5.2007 | 20:27
Það eru "góðar fréttir"
Að sjónvarp allra landsmanna býðst nú til að taka við "góðum fréttum" frá hvaða óbreyttum borgara sem er. Það var mikið að einhver kom auga á þörfina á slíku í þessu eilífa - svartnættis - hernaðar - slysfara - pólitíkur - rifrildis - rugli, sem hefur allt of lengi verið það sem okkur hefur helst verið sagt frá í daglegum frettum.
Ég kann líka nokkrar góðar fréttir þó ég ætli ekki að trufla Boga með þeim að sinni: 1. Ég er komin heim.
2. Aldeilis ólöskuð og við bestu heilsu.
2. Hestakránni á Skeiðunum eldar kokkurinn alveg frábæran mat.
3. Í þessari sömu hestakrá er þjónustan frábær og heiti potturinn góður.
4. Ég á stórkostlegar skólasystur, sem hrjóta ekki.
5. Kvennareiðin tókst held ég vel þrátt fyrir moldrok. Þær voru sumar nokkuð krímóttar þegar þær komu á leiðarenda í kránni. - Þarna hefði ég getað sagt að einhverjar hafi verið moldfullar ( í munni nefi og augum), en það hefði þá örugglega einhver fært til verri vegar.
6. Þessar vindþurrkuðu konur sungu bæði hátt og vel.
7. Þær voru farnar fyrir miðnætti.
8. En við fórum seint að sof og sváfum vel.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta voru góðar fréttir
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.5.2007 kl. 20:29
Velkomin heim. Það var fjölskyldufundur í dag hjá Siggu Jó og svo hittum við Smára í kvöld. Ýmislegt að frétta!
Josiha, 20.5.2007 kl. 22:20
Ólafur fannberg, 20.5.2007 kl. 22:30
Velkomin heim og gott að sjá að allt gekk vel.
Ninna (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:18
Þetta eru góðar fréttir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.5.2007 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.