16.5.2007 | 18:37
"Margt getur skemmtilegt skeð"
Líklega dugir engin meðalævi til þes að kynnast öllum undrum náttúrunnar. Í dag var ég svo heppin að læra ennþá eitt um hegðun ánamaðkanna. Ég taldi mig þó þekkja þá nokkuð vel þar sem ég hef umgengist þá meira og minna hvert sumar alla mína ævi. Bústna garðorma í kálgarðinum, myndarlega skota í baklóðinni og horaða úthagamaðka undir kúadellunum í sveitinni.
Undir skemmtilegri mynd í einu dagblaðanna í dag stóð svohljóðandi klausa: "Sílamávarnir undu glaðir við sitt þegar bóndi í Hvalfirðinum plægði akur sinn og velti upp gnægð ánamaðka sem komnir voru inn í land að njóta veislufanganna í vorsólinni".
Hvorki vissi ég áður að þessar slepjulegu skepnur dveldu að jafnað við sjóinn á vetrum eða þá heldur að þeir nytu þess sérstaklega að baða sig í sólinni. En hvað veit ég, þeir lifa jú aðallega neðanjarðar? Og "svo lengi lærir sem lifir".
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahá
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.5.2007 kl. 22:58
Athyglisvert!
Ninna (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:34
Já einmitt, ég var ða hugsa þetta áður en ég kom að því hjá þér, lengi lærir sem lifir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.5.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.