14.5.2007 | 21:46
Áfram Árborg!
Knattspyrnuvertíðin er byrjuð. Ég komst að því í kvöld þegar taskan með upphitunarbúningum K.s.f. Árborgar lenti með þungum dynk á þvottahúsgólfinu. Mér er það hin mesta ánægja að setja gallana þeirra í vél svona tvisvar á ári - eða þrisvar. Það er hægt að sýna stuðning með fleiru en að mæta á völlinn. Annars hef ég alveg mætt þar - stundum ef það er gott veður.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já , tvisvar eð þrisvar á ári er hægt að þvo gallana en ekki alltaf.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.5.2007 kl. 21:53
Hey. Þetta er nú e-ð skrítið. Gummi setti töskuna í skottið á bílnum og um leið nefndi ég við hann að þú hefðir boðist til að þvo þá. Gummi sagði að þú ættir ekki að vera að þvo þá...ég var alveg sammála honum. En svo fer hann bara með búningana til þín! Ekki að ég hafi e-ð á móti því að þú þvoir þá, alls ekki, mjög fallega gert af þér...málið er bara að það er allt í lagi að láta leikmennina þvo einhvern tíman! *pirr*
Josiha, 14.5.2007 kl. 22:09
Æ - þeir þvo líka - greyin. Ég geri þetta bara þegar ég er heima - og það er nú ekki svo oft. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:23
Það felst engin óþekkt í þessu djobbi
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.5.2007 kl. 00:03
Má ekki lesa í þetta þannig að Guðbjörg c að bjóðast til að þvo gallana næst?
GK, 15.5.2007 kl. 01:21
Jú Gummi, mér sýnist það bara á öllu...
Ninna (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 01:30
Nei! Gúmúsen,...ég er að reyna að fá gömlu til að nota sumarið í að gera eitthvað villt og galið,táfílan er því ekki málið
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.5.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.