Við verðum að standa saman

Fólk sem býr í bæjum, í húsum, sem standa á lóðum, við hliðina á nágrannanum. Fólk sem býr við þessar aðstæður verður að sýna samstöðu. Þá er ekki hægt að haga sér eins og búið sé á örreytiskoti í afskekktri sveit.

Ég er að tala um njólann. Við verðum að standa saman gegn þessari ótrúlega kraftmiklu jurt sem er tilbúin að leggja undir sig allan heiminn fái hún frið til þess. Þegar við fáum lóð tökum við á okkur skyldur við samfélagið. Við erum skyldug til að gera hreint fyrir okkar dyrum og hreinsa til svo illgresið dreifi sér ekki frá okkur um allt hverfið.

Og bærinn verður að styðja okkur í stríðinu, annars er til lítils barist. Og bærinn verður að nota öll þau ráð sem í boði eru. Ég hef heyrt þetta suð um umhverfisgæsku og friðun skordýra, en njólinn er óvinur sem skemmtir sér yfir slíku eins og skrattinn. Ef ekki má eitra þá verður að nota hendurnar. Útá það gengur sú kenning, en ekki að hafna eitrun til þess eins að láta allt fara á kaf í illgresi. Bæjarfélög sem þannig eru hirt ( eða vanhirt) verða aldrei snyrileg. Það er ekki nóg að horfa upp í loftið og dást að trjátoppunum, ef maður hnýtur um fíflaþúfu eða njólastöngul í öðruhverju skrefi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ohhh, var að lesa um uxahalasúpuna...langar svoooo í með harðsoðnu eggi .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.5.2007 kl. 17:27

2 identicon

Nákvæmlega. Kíktu á röndina sem er fyrir aftan Suðurengið. Hún er í eigu sveitarfélagsins og ég hef ekki séð neina tilburði frá þeim þar.  Þar eru líka aspir sem hafa kalið og mætti klippa dálítið ég hef klippt nokkrar en svo er ég ekki sérlega há í loftinu svo ég næ ekki alltaf til

Kristjana (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband