Hvað gerum við nú?

Júróvisíón búið, kosningarnar búnar, búið að ferma flest alla krakka á Íslandi. Hvað getum við nú gert?

Dagurinn í gær var hjá mér bara ágætur "venjulegur laugardagur". Að vísu þurfti ég að byrja á að fara í þokkaleg föt og fara í skólann eins og mánudagur væri.  En í þetta sinn bara til að kjósa og drífa mig svo heim aftur. Þar fór ég úr "kosningafötunum" og í útifötin. Við fórum í sveitina með nesti og nýja skó og G&L líka.

Við vorum þar svo allan daginn við skógarhögg og timburvinnslu, áburðargjöf, klippingar og annað sem gera þarf í stórum skógi á vorin.  Það var indælt veður, eins og er reyndar oftast þarna. Við gleymdum alveg öllu því sem á gekk í byggð og í fjölmiðlum. Þetta var bara góður laugardagur. Siggi "veðurviti" eyddi heilum veðurfréttatíma í vikunni til að reyna að sannfæra okkur um að þessi dagur héti "kjördagur", en það tókst honum ekki, laugardagur var það.

Við horfðum svo á Júró án þess að hafa af því verulegar áhyggjur. Ekki grunar mig hvers vegna þessi kvenmaður vann og gæti ekki rifjað upp brot úr laginu þó líf lægi við. En það gerir ekkert til. Eins var með kosnigasjónvarpið, ég  var ekkert yfirmáta spennt útaf því. Var nokkuð viss um að Bjarni kæmist inn og fór að sofa um tvöleytið.

Sandvíkingar komu hér rúmlega tólf og höfðu þá leitað að kosningapartíi um allan bæ. Ekkert slíkt var að finna nema þá helst hér, þar sem hjónakorn á sjötugsaldri sátu í stofunni sinni og biðu eftir að eitthvað gerðist. En það bara gerðist aldrei neitt. Þegar kjördæmin eru svona fá er kosningasjónvarp ekkert nema vandræðin við að láta tímann líða.  Svo kom öðru hvoru upphrópun um að hér eða þar væri "æðislegt stuð" eða  "óbærileg spenna", en myndavélin sá aldrei neitt slíkt. Kannski lá það bara í loftinu og festist ekki á filmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hápunktur kvöldsins var án efa heimsóknin til ykkar. Kosningaskrifstofur hvað?

Josiha, 13.5.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

TAKK fyrir kosningasúpuna í gær, erum nýkomin heim eftir annasaman dag í L.garði

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.5.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband