Fall er fararheill

Ég var að lesa hjá einni bloggvinkonu minni um óhapp sem henti systur hennar í sundi í dag. Ég veit að Fjóla er þaulvön allskyns áföllum og íþróttameiðslum og átti seint von á að ég gæti toppað hana. En það er ekki útilokað að ég hafi gert það í dag.

Fimmtudagarnir byrja alltaf á leikfimi hjá okkur. Í þetta sinn máttum við bara leika frjálst - með bolta. Nokkrir strákar skutu á körfu, stelpurnar fóru í einhvern "stelpu boltaleik", en ég og nokkrir strákar náðum okkur í handbolta og skutum á mark. Markmaðurinn var bara nokkuð góður. Ég sólaði upp hægri kantinn á dágóðri ferð og var að nálgast skotstöðu þegar ég af einhverri ótrúlegri lagni steig ofaná vinstri tána með þeirri hægri.

Það sem svo gerðist var líkast því sem alhliða gæðingur spyrnti við fótum í miðjum skeiðspretti. Í því tilfelli flýgur knapinn framaf, en í mínu fór það þannig að efrihlutinn hélt áfram í átt að markinu, en fætur stóðu sem fastast eftir á gólfinu. það var ekki von á öðru, ég féll með tilþrifum endilöng á hægri síðu. Ég hef oft séð íþróttamenn detta í sjónvarpi, en tel að svo glæsilega hafi ekki verið dottið árum saman. Og ég veit líka að íþróttamenn liggja ekki lengi séu þeir yfileitt færir um að standa upp, sem ég taldi mig vera. Þess vegna reis ég upp af gólfinu, tók tvö skref og skaut á markið. Markmaður varði. Ég náði frákastinu og skoraði mark sem lengi verður í minnum haft.

Seinna fór ég svo að leita eftir eymslum eða áverkum, en fann ekkert af slíku. Ekki vorum við skólasystur þó alveg frá því, í sundinu seinna í dag, að aðeins vottaði fyrir marbletti á hægri kálfa og vorum sammála um að það mætti vel telja til íþróttameiðsla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ fyrst var ég full skelfingu og þorði ekki að hlægja þó þú lýstir þessu svo sniðulega. Hélt aðþetta hefði verið ógurlega vont. En tilhamingju með þetta og það er gott að þú meiddir þig ekki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.5.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Guð hvað ég er fegin að þú skoraðir!...og ennþá fegnari að markið var ekki dæmt af!

...en mamma... ÞÚ ERT EKKI 14 ÁRA !

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.5.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Josiha

Lastu ekki örugglega smáaletrið, hehehe?

Josiha, 11.5.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband