Það er svo "fíflalegt"

Af hverju hreinsar fólk ekki fíflana frá lóðunum sínum? Þó það sé götumegin og               "í verkahring bæjarins" finnst mér að okkur lóðaeigendum sé bara engin vorkunn að halda þessu sómasamlega hreinu af grasi og fíflum. Og með því komum við í veg fyrir að þeir sái sér inn á lóðirnar, þar er víst alveg nóg við að fást.  "Hreppurinn" gerir heldur aldrei neitt fyrr en það er of seint. Fíflar sem er sargað ofanaf í júnílok eru löngu búnir að fjölga sér þúsund sinnum og hlægja bara að krakkanum sem situr á rassinum á stéttinni með klóru í hönd. Fífillinn veit af reynslunni frá í fyrra að rótin fær að vera í friði og hann  getur byrjað að vaxa aftur um leið og krakkinn er búinn að færa sig yfir á hina rasskinnina. Svo sáir hann sér enn meira næsta vor. Ég þekki til í sveitarfélögum þar sem illgresi er eytt í alvöru og með árangri. Ég veit að það er hægt og ég veit að þar eru færri fíflar í lóðum en hér hjá okkur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

En Helga, fíflaræturnar eru æðislegar steiktar á pönnu í smjöri.  

Eyjólfur Sturlaugsson, 9.5.2007 kl. 21:08

2 identicon

Og Fíflar eru fallegir!

Tóti (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:20

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Grafðu þær þá upp og éttu þær Eyjólfur. Það verður örugglega nóg til næsta ár líka. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 9.5.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Zóphonías

Fífillinn er þjóðarblóm einhver staðar man ekki hvar pointless að segja frá þessu ekki satt

Zóphonías, 9.5.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Zóphonías

sko þetta með fíflana er eins og með húsflugurnar. Þeir fyrst sem að maður sér eru vinir manns og síðan hirðir maður og drepur þá grimmt yfir sumarið. Svo finnst manni gott að sjá þá seint á hausti líkt og húsflugurnar þá eru þeir vinir manns.

Zóphonías, 9.5.2007 kl. 22:44

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég væri til í að hreinsa burt fíflin sem stela öllu hér fyrir utan E 38, kerra hennar Júlíu horfin! nema hvað...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.5.2007 kl. 00:38

7 Smámynd: Josiha

Mér finnst fíflar fallegir. Þegar ég sé fyrsta fífilinn þá veit ég að sumarið er komið

Josiha, 10.5.2007 kl. 00:52

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Barnabörnin gáfu mér fílfa í vor. falleg bóm fannst þeim. En þau eru ekki falleg þar sem þau eiga ekki við.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.5.2007 kl. 11:51

9 identicon

Sveitarfélagið mætti líka fara að huga að njólum.  Þeir eru mikið vandamál í nágrenni við mig og eiga bara eftir að færa sig upp á skaftið.  Ég eitra hægri vinstri en það er auðvitað tilgangslaus.

Kristjana (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband