9.5.2007 | 16:41
Hvað varð um uxahalasúpuna?
Það er ekki allt sem sýnist, gæti þetta verið eitt "allsherjar samsæri"? Er einhver sem getur sagt mér og öðrum sem málið varðar? Hvað varð um Uxahalasúpuna? Mér er sagt að hún fáist enn í búðum í Norður Noregi. Eru það þá gamlar birgðir eða eru þeir norðmenn í einhverju einkasambandi eða samsæri með honum KNORR? Ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að hvarf þessarar ágætu súpu, í pökkunum gulu, hafi nærri rústað jólahaldi hjá mörgum íslenskum fjölskyldum. Uxahalasúpa með eggjum útí markaði upphaf jólanna hjá þeim og nú veit enginn hvenær má byrja að opna pakkana. Hvað er til ráða, eigum við að láta norsarana sitja að þessu eina? Getum við launað þeim landnámið og sótt - þó ekki væri nema uppskriftina.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
uxahalasúpa er góð nammi namm
Ólafur fannberg, 9.5.2007 kl. 19:33
Ættlúnsséekki eitruð?
mýrarljósið (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:23
Hun varð alla vega ákaflega hljóðlega og leynilega eitruð ef svo er. Hún bara gufaði upp.
Helga R. Einarsdóttir, 9.5.2007 kl. 21:04
Ég hef saknað hennar lengi - og með eggjum!
GK, 9.5.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.