3.5.2007 | 20:56
Hvenær verður gestur tengdadóttir?
Ég hef oft hugsað um það hvað fólk er fljótt að draga ályktanir og gefa út tilkynningar um tilfallandi ástamál unglinga. Ég þori að fullyrða að velflestir sem eiga nokkur uppkomin börn hafa í lengri eða skemmri tíma hýst og fætt svo og svo margar "kærustur" og "kærasta" og síðan horft á eftir þeim út í buskann. Stundum eftir margara mánaða "fóstur" og þá gjarnan með töluverðri eftirsjá. Þau hafa orðið eins og börnin okkar. En með tímanum lærist okkur að í þessum efnum er ekkert gefið nú til dags. Maður á aldrei að tal um "tengdabörn" fyrr en eftir tveggja til þriggja ára sjálfstæða sambúð barnanna. Fram að því eru þau bara "par á tilraunastigi".
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þáverandi tilvonandi tengdafaðir minn yrti ekki á mig fyrstu þrjú árin, enda er hann skynsamur maður, að Vestan.
Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 21:04
Einmitt það sem ég meina. Ég er líka ættuð að vestan.
Helga R. Einarsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:11
Á þetta eftir sjálf en hef fylgst með þróuninni annars staðar í fjölskyldunni, þ.e. hjá frænku og systur of fyrrverandi barnapíu.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.5.2007 kl. 21:17
Kalla tvær barnsmæður strákanna minna tengdadætur þó þau hafi aldrei verið gift en þau voru í sambúð. Og eins og þú segir mér þykir eins vænt um þessar stelpur eins og þær væru mínar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.5.2007 kl. 21:42
Hvaða gestum sér þú eftir?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.5.2007 kl. 23:32
Ég sé ekki eftir neinum Guðbjörg. En í nokkrum tilvikum er ég mjög ánægð með að hafa fengið að kynnast ágætum manneskjum.
Ég á nú aðallega við það að mér finnst að foreldrar unglinga eigi ekki að taka á sig skuldbindingar, eða hætta mannorðinu fyrir tilfallandi vini og vinkonur, þó þau gisti og nærist á heimilinu í einhverja mánuði.
Helga R. Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 10:29
Ég sé ekki eftir neinum Guðbjörg. En í nokkrum tilvikum er ég mjög ánægð með að hafa fengið að kynnast ágætum manneskjum.
Ég á nú aðallega við það að mér finnst að foreldrar unglinga eigi ekki að taka á sig skuldbindingar, eða hætta mannorðinu fyrir tilfallandi vini og vinkonur, þó þau gisti og nærist á heimilinu í einhverja mánuði.
Helga R. Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 10:29
Er eg ad missa af einhverju eda????? eg hata saensk lyklabord
Zóphonías, 5.5.2007 kl. 12:05
Nei Sófi minn - þú missir ekki af neinu, þetta byrjaði allt á pólitík og er þess vegna frekar ómerkilegt. En hvað áttu að hanga lengi í þessu landi? Ertu alltaf niðri á jörðinni?
Helga R. Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 13:08
tvaer naetur i vidbot og svo loksins heim ................
Zóphonías, 5.5.2007 kl. 14:05
Gott hjá Guðbjörgu.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.