Samræmdu prófin og sjálfstæðisflokkurinn

Ég geri nú reyndar ekki ráð fyrir að rekast á nokkurn yfirlýstan sjálfstæðismann í prófunum sem byrjuðu í morgun. Krakkar í tíunda bekk eru ekki farin að hafa svo miklar áhyggjur af pólitík. Kannski einhver sem gera það honum pabba sínum til geðs að lýsa stuðningi við einhvern flokk, en þessa dagana hafa þau bara um allt annað að hugsa. Það eru samræmd próf. 

Á hverju vori eru þessir dagar sérstakir í skólanum. Tíundi bekkur mætir fyrir níu og kemur sér fyrir, í íþróttasalnum að þessu sinni, áður var það í stofum. Við erum allnokkur sem skiptum því með okkur að "sitja yfir" eins og það heitir, en fer nú nær því að "rölta í kringum". Nærri hundrað krakkar á einu gólfi, sitja eitt við hvert borð og líður misjafnlega vel.

Eftirlitið felst ekki eingöngu í því að passa að ekki sé farið framhjá reglum heldur engu síður í sálrænni uppörfun. Hughreystandi bros, klapp á öxl og hvetjandi augnatillit getur skipt sköpum þessa dagana.  það er gaman að sjá hvað þau búa sig misjafnlega til þessarar setu. Sumar stelpurnar hafa farið í fínni fötin og jafnvel strákar líka. Þeim var sagt að taka með sér peysur ef kalt væri í salnum. Ein er í ullarsokkum upp að hnjám.  Á sumum borðum situr einhver heillagripur, lítill bangsi eða dúkka.

Nestið er af ýmsu tagi. Sumir með mikið og hollt, ávexti safa og brauðsneiðar úr eldhúsinu heima. Aðrir með orkudrykki og snúða með miklu súkkulaði. Einstaka bara með smá nammi og gos. Það er allur gangur á þessu. En öll eru þau að berjast við það sama, að reyna að ljúka sómasamlega samræmda prófinu í íslensku, hvort sem þau hafa búið sig undir það af samviskusemi í allan vetur eða ekki. En við sem höfum fylgst með svona prófum í mörg ár vitum núna að það er alveg líf eftir samræmdu, hvernig sem fer. En auðvitað er alltaf gaman þegar vel gengur.

Svo var komið að kaffi hjá mér. Löngu eftir venjulegan "drekkutíma" fór ég upp í kaffistofu og uggði ekki að mér. Að vísu var þar óvenjumikið skvaldur, en ég var svöng og horfði bara á veitngarnar sem kaffikonan hafði borið á borðið af sinni víðfrægu rausn. Það var ekki fyrr en ég settist við borðið að ég áttaði mig á að þarna fór fram framboðasfundur sjálfsæðismanna. Ekki þekkti ég þetta fólk, frekar en það sem var síðast á ferð, frá einhverjum öðrum. Einhver vill kannski meina að ég hefði átt að nota tækifærið og reyna að kynnast þeim. En ég var svöng og hafði engan áhuga á öðru en mat.      Ég var heldur enga stund að gleypa í mig brauðið, svo fór ég bara aftur í "yfirsetuna".

Mér datt í hug á leiðinni niður að gaman hefði verið að bjóða þessum gestum að reyna sig í íslenskuprófinu. Hvernig ætli frambjóðendur almennt kæmu út úr þeirri þrekraun? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Veit þú stendur þig vel í "peppinu"

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.5.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Josiha

Ég er að fara að sofa. Góða nótt. Kiss kiss.

Josiha, 3.5.2007 kl. 02:29

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Jóhanna! klukkan hálf þrjú ? 

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.5.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband