30.4.2007 | 21:44
Ég held áfram að "bögga"bæinn
Úr því ég er byrjuð man ég eftir öðru sem lengi hefur angrað mig og bærinn þarf að laga. Ég er ekki að ráðast á neinn sérstakan, "bærinn" er jafnvel ég sjálf. (Er ég þá í vinnu hjá mér?) Hvað með það, fólkið sem ræður öllu hér verður að fara að taka sig á í "merkismálunum". Ég veit ekki hvað ég hef oft sagt fólki til vegar í kringum skólann til dæmis. Þar er hvergi merkt á húsgafli svo sýnilegt sé hvar er íþróttahús , hvar er Vallaskóli Sólvalla? Hvar er Sandvík og hvar er allt mögulegt sem að bænum snýr. Ég hef séð merki við leikskólana og veit að þau eru víðar, en það eru bara smá skilti við inngang og kemur þar frekar fram að þessi stofnun tilheyri Árborg og svo er nánari skýring með nafni í undirlínu. Svona sér ekki aðkomandi fólk sem er að svipast um frá götunni. Ég er viss um að mörg sveitarfélög geta gefið góð ráð í þessum efnum. Alla vega hef ég oft rekið augun í flottar merkingar útum allt land. Ég hef nefnl. farið ótrúlega víða.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugmynd. Óglöggt er gests augað, þegar hann er á Selfossi.
GK, 30.4.2007 kl. 22:26
Hugmynd góð.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.4.2007 kl. 23:55
Ég sem ætlaði að segja að víða væri pottur brotinn í þessu. Segi þá bara kvitt. Eitt er víst þú hefur farið víða. það sé ég á blogginu þínu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.5.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.