30.4.2007 | 21:30
Og svo er allt sagað niður og hent á haugana
Helgin fór í framkvæmdir utanhúss. Öll árin, allt frá 1968, hefur verið plantað hér í garðinn rjám runnum og blómum og bara heilmiklu hvert ár. Nú er komið að skuldadögum. Garðurinn var orðinn svo fullur af stórvöxnum og gömlum gróðri að varla var fært hringinn í kringum húsið. Eftir helgina sér orðið bærilega til sólar og það er bara reglulega snyrtilegt út að líta.
Í þessum framkvæmdum datt mér svolítið í hug sem mér finnst að mætti skoða hjá bæjaryfirvödum. Hér í bæ er alveg óskapega gróskumikill trjágróður í lóðum. Víða er ástandið orðið eins og var hérna, engin leið að líta til veðurs vegna stórvaxinna trjáa, sér varla mun dags og nætur í skugganum af þeim. Það þarf að hvetja fólk til að taka til í görðunum sínum.
Tré sem orðin eru eldgömul eru heldur ekkert endilega falleg,og þeim líður ekki vel í þrengslum. Trjáplöntur eru lang fallegastar á meðan þær eru í vexti. En innanum í óræktinni eru tré sem alls ekki má fella. Tré sem eru hundrað ár að vaxa, sjaldgæf og dýrmæt. Þar sem lóðir skipta um eigendur er allt of mikið um það að ráðist sé í skógarhögg af sorglegustu sort. Dýrindistrén eru felld en ómerkilegu kræklurnar látnar standa.
Umhverfiskallinn hjá bænum þarf að leiðbeina fólki í svona aðgerðum. Hann þarf að auglýsa ráðgjöf við skógarhögg á vorin. Og það verður að vera ókeypis. Hann er í vinnunni hvort sem er.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugmynd. Ætlarðu með þetta í blöðin? :)
GK, 30.4.2007 kl. 22:25
Blaðaðu þetta hjá ritstjóranum góða
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.4.2007 kl. 23:53
Ekki hafði mér nú dottið í hug að fara lengra með þessa "uppljómun".
En svo hugsaði ég á leiðinni úr bænum í dag. "Það væri kannski rétt að fá að birta vikulegan pistil hjá ritstjóranum". "Bloggað í beinni" , eða "Bloggað um bæjarmál". Svo væri hægt að skora á bloggara í Þorlákshöfn, Vík og öðrum stöðum, að skrifa um daglegt þras á sínum heimaslóðum?
Helga R. Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.