27.4.2007 | 20:46
Einmitt svona er pólitíkin
Ég er að fara heldur illa að ráði mínu, eiginlega bara með allt á hælunum. Þetta með að tala ekki um kosningar eða pólitík er runnið út í sandinn eins og hvert annað kosningaloforð. En ég bara horfði á Kastljósið, núna eins og oftar, og sá þar í hnotskurn hvernig pólitíkin á Íslandi er. Þetta hef ég löngum haldið þó ég segði það ekki upphátt.
Hvers vegna er fólkið að berjast um á hæl og hnakka til að komast á þing? Er það af hugsjónum og umhyggju fyrir landi og þjóð? Nei - ég held ekki. Ég held að það sé í flestum tilfellum af eintómri græðgi, athyglissýki og eiginhagsmunafýsn - í von um að geta hyglað sér og sínum sem mest.
Hvað kemur afgangsfólki í Reykjavíkurpólitíkinni til að endasendast landshorna á milli og troða sé á lista í héruðum sem það hefur varla komið til áður og þekkir hvorki haus né sporð á nokkrum hlut? Er það af eintómri góðmennsku? Kannski heldur það að við trúum því einhver, en ekki ég. Heldur skila ég auðu en að kjósa einhvern karl eða kerlingu sem eingöngu er þar á blaði til að nota mig og mína til að koma sér til áhrifa. Áhrifa til að gera sjálfum sér gott. Sveiattan!
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er leiðindatík.
GK, 28.4.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.