Þá bara fer ég alveg í flækju

Eins gott að svona kosningavesen er ekki árlega. Nú eru farnir að slæðast frambjóðendur inn á kaffistofuna til okkar. Komu tveir í dag. Mér finnst þetta alveg alveg einstaklega óþægilegt. Ekkert endilega af því þeir koma í kaffitímanum, Það væri eins ef þeim tækist að króa mig af í lauginni. Það er bara eitthvað svo pínlegt að hlusta á fullorðið fólk reyna að telja öðru fullorðnu fólki trú um að það geti bjargað heiminum.

Ég held að þetta sé eitthvað úr uppeldinu. Ásamt mörgu öðru var mér innprentað að enginn skyldi upphefja sjálfan sig, og allra síst á annarra kostnað.Og ef ég verð vitni að þessháttar athæfi fer ég bara alveg í flækju.

Það skal heldur enginn reyna að segja mér að þetta aumingja fólk trúi í alvöru sjálft öllu sem það segir.          Þess vegna borða ég hratt í kaffinu þessa dagana og kem mér í var annarsstaðar eins fljótt og ég get.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hann verður ljúfur sunnudagurinn 13 maí

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.4.2007 kl. 00:48

2 identicon

D..... skil ég þig, læt mig helst hverfa við svona aðstæður sem er reyndar erfiðara á svo fámennum vinnusta sem mínum en á móti kemur að það er eftir litlu að slæjast á svo litlum vinnustað svo þeir koma ekki (vonandi).

mýrarljósið (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 21:45

3 identicon

D..... skil ég þig, læt mig helst hverfa við svona aðstæður sem er reyndar erfiðara á svo fámennum vinnusta sem mínum en á móti kemur að það er eftir litlu að slæjast á svo litlum vinnustað svo þeir koma ekki (vonandi).

mýrarljósið (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég er fegin að ljósið er aftur í sambandi, og það góðu sýnist mér. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 26.4.2007 kl. 21:56

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég held ég fari bara lík aó flækju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.4.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Helga fékk x -b áherslupenna og pistil frá guðna á göngum fsu í morgun...ójá

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.4.2007 kl. 16:39

7 Smámynd: Ólafur fannberg

engin flækja hér hehehe

Ólafur fannberg, 27.4.2007 kl. 19:05

8 identicon

Vá.. þegar ég les þetta þá sé ég hvað það er ljúft að vera í fæðingarorlofi....  Þeir eru nú ekki farnir að banka á dyrnar heima hjá manni ennþá... En reyndar er maður þá í staðinn heima til að opna fyrir vottunum .. Veit ekki hvort er skárra!!!

Helga litla (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband