Það sem skiptir máli í pólitík

Ég er að hekla kjól á hana Siggu. Fór reyndar áðan og sótti hana svo hún gæti mátað, ætli hún fái ekki að vera nokkra daga. Það er allt í lagi að skilja hana eftir eina heima á meðan ég er í vinnunni og ekki þarf ég að hafa áhyggjur af að hún verði svöng. Sigga er svo dæmalaust fyrirhafnarlaus dúkka.

Á meðan ég sat og saumaði kjólinn saman áðan hlustaði ég á kastljósið með öðru eyranu. Auðvitað pólitík. Og ég var einu sinni búin að lofa að tala ekkert um pólitík. En ég var samt að hugsa, það er ekki hægt annað en hugsa. Og það sem ég hugsaði var um útlitið og framkomuna hjá þessu fólki, sem sat þarna og lýsti ágætum sínum og síns flokks. Ég er nú ekkert alveg viss um hver er hvar eða hvað. En eitthvað veit ég,  og ég var að hugsa um það. Útlit og framkoma skiptir máli.

Ef Halldór hefði látið Guðna verða formann en ekki Jón, hefði kannski flokkurinn byrjað að vaxa um leið. En þá hefði verið svo áberandi að Guðni væri skemmtilegri en Halldór, og það vildi Halldór ekki. Þess vegna valdi hann Jón, sem er bara álíka skemmtilegur og hann sjálfur. Sem sagt ekkert skemmtilegur.  Örugglega er Jón blessaður ákaflega vel gefinn og klár kall, en hann er ekki týpa til að sitja í sjónvarpi við hliðina á Katrínu og Þorgerði og stráknum í Skarði. Þar hefði Guðni komið miklu betur út, og það er það sem skiptir máli í pólitíkinni í dag. Útgeislun, lúkkið og húmorinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, Sigga verður fín. Svaf nú yfir Kastljósinu. Gerði mér gott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.4.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mér fannst Bart Simpson á stöð 2 trúverðugri en þau í Kastljósinu,nýtti mér þar af leiðandi áskriftina þeim megin.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.4.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hey ...það er flottara að segja "hanna kjól á Siggu"

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.4.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: GK

Sammála mömmu.

GK, 25.4.2007 kl. 23:55

5 identicon

Nú verður Sigga í nýja kjólnum

sem amma hannaðiii      (botniði svo)    (líka sammál "mömmu")

mýrarljósið (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 21:40

6 identicon

Mamma, það er allt of erfitt að ríma við "kjólnum"...... en ef við höfum þetta bara kæruleysislegt og sleppum úr staf, þá getur þetta verið svona (ekki lögð áhersla á bragfræði....)

Nú verður Sigga í nýja kjólnum

sem amma hannaðiii

voða verður hún fín á jól(u)num

það innleggið frá "ömmu" sannaði....  

He, he.. allavega verður Sigga fín miðað við lýsingarnar þínar nafna...

helga (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:24

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Seint verðið þið mæðgur settar á stall með stórskáldunum held ég.

En viðleitnin er góð, ekki gafast upp. Æfingin skapar meistarann.

Helga R. Einarsdóttir, 27.4.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband