Margt að sjá í Flóanum

Karlakórinn hélt tónleika á Stokkseyri síðdegis. Þegar ég var að ganga frá eftir hádegið fékk ég þá "brilliant" hugmynd að koma mér hjá því að elda kvöldmat.  Ég gerði samsæri við hana Mundu, hún á hann Hemma sem er líka í kórnum. Við reyndar sögðum körlunum líka frá því að við ætluðum að bjóða þeim í humarsúpu "Við fjöruborðið" eftir tónleikana. Þeir urðu  að fara saman á bíl svo við gætum komið á eftir á hinum.

Svo fór allt eins og til stóð. Við vorum komnar niðureftir svona rétt fyrir hálf sjö og þá átti kórinn eftir þrjú lög. Við smygluðum okkur í salinn og sátum til enda. Það voru alveg svona sextíu manns á tónleikum, sem þykir gott á sunnudagssíðdegi í miðjum vorönnum. Þegar lokið var fórum við í súpuna og þar gekk allt eins og best gat verið. Þarna var allt fullt af fólki, ég hugsa að það sé bara oftast þannig. Humarsúpan á Stokkseyri er víðfræg. Indælir strákar þjónuðu okkur og þar með einn sem lauk tíunda bekk hjá okkur fyrir örfáum árum. En árin eru nú líka undrafljót að líða.

  það fór ekki hjá því að sumir gæfu okkur hornauga. Karlarnir voru nefnilega enn í kórfötunum. Smóking með vínrauðum linda og alles. Við hins vegar vorum bara svona ríflega sunnudagsfínar. Kannski hefur einhver hugsað að þarna væri verið að halda uppá tvöfalt gullbrúðkaup, "en ósköp eru þær druslulegar svona samanborið við þá". Ef við gerum þetta aftur næsta ár ætlum við að mæta í síðkjólum. Það er ótrúlega gaman að gera etthvað öðruvísi og láta "venjulega" fólkið hafa eitthvað að spekúlera.

Svo var súpan búin og þá fórum við sitt par á hvorum bíl, að skoða nýbyggingahverfi þeirra Stokkseyringa. Það er nú ekkert annað að við eina götu, sem heitir víst Ólafsvellir, er verið að byggja að minnsta kosti átta hús. Og það er víst ekki það eina sem byggt er á Stokkseyri þessa dagana. Það er ekki langt síðan árin liðu  mörg í röð að ekki var slegið upp hundakofa þar í neðraVið snerum svo heim, hvað þá heilu húsi.  þarna komun við að vænu parhúsi í byggingu og þar var flaggað á nýreistri þakgrindinni. Reisugilli, en ekki nokkra sál að sjá sem gerði sig líklega til að bjóða okkur í bæinn. En í næstu húsum sáum við hvar kíkt var út um rifur gluggatjalda. "Hvað í ósköpunum var þessi smokingklædda hersing að vilja þarna"?

Við snerum svo heim á leið og ekki er sú leiðin löng. Við sáum hrossin við vegamótin að Eyrabakka. Þar hafa þau verið öll árin allan veturinn, útigangsgrey sem fá þó víst vel að éta. Við sáum umferð í Tjarnabyggðinni. Þar eru nú risin  hús og malarhaugar um allt benda til að meira standi til. Við sáum fermingargjafirnar bornar út ú veislunni sem var í kórhúsinu í dag. Sennilega mest umslög? Við sáum að verið var að þvo gluggana á TRS eða Símanum eða hvað þetta nú heitir. Gluggarnir voru alla vega þvegnir vel.

     Við sáum veiðibjöllurnar í stórum hóp á hótelplaninu að gæða sér á ruslinu sem enginn hirðir. Kannski er það gert með vilja "munið okkar minnstu bræður". Og við tróðumst í gegnum traffíkina á Rauðholtinu sem varla er fært núna vegna byggingarframkvæmda fyrirtækisins sem hefur selt okkur bensín öll árin undir nafninu ESSO. En heitir nú eitthvað sem enginn botnar í. "NEMO ONE"  kannski? Ef samráð gleymist með nafnbreytingunni einni geta fleiri notað þetta bragð. Mislukkaðir frambjóðendur gætu látið prenta t.d. bara seinna nafnið sitt á kjörseðlana, þá fattar enginn að þetta er sá sem gerði hinn eða þennan skandalann í fyrra?

Um leið og heim var komið hringdi dyrabjallan og á tröppunum stóðu tvær litlar ókunnugar stúlkur, svona 4 og 5 ára, og spurðu hvort ég ætti tómar flöskur. Ég átti engar tómar, sunddeildin er nýbúin að vera hér á ferð. Þær voru með tvo Bónuspoka, nokkrar flöskur í öðrum en enga í hinum.  Ætli þetta sé atvinnuvegur eða afþreying smábarna á Selfossi í dag? Hvað veit maður.  Útivistartíminn var alla vega löngu liðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ohhh hvað mig langar núna í sjóðandi heita humarsúpu!

Josiha, 23.4.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt fyrir lesturinn. Þú virðist hafa skemmt þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: GK

Þetta með flöskurnar heitir bara betl. Synd að börn þurfi að betla nú til dags.

GK, 23.4.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband