22.4.2007 | 17:53
Allt að lifna
Það var svo frábær rigningarsuddi í morgun að mér fannst synd að ekki fengju allir að njóta þess. Ég opnaði vermireitinn sem er á baklóðinni til að fræin og smáplönturnar fengju smá vökvun. Þar var gaman á að líta. Fræin eru hreint engin fræ lengur, þau eru orðin að litlum grænum laufblöðum. Og litlu plönturnar eru farnar að vaxa. Eftir vökvunina set ég gluggana aftur yfir og nú verður ekki langt að bíða þess að allt standi þarna í blóma. Já sumarið er örugglega komið.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er Gullregn um allt!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 20:33
Halló ljósið mitt! - endilega reyndu að bjarga þeim öllum. Ef þú ekki vilt eiga hundrað gullregn skal ég fóstra nokkur. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:43
Allt orðið fínt á E38
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.4.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.