Í pottinum

Ég var að koma úr sundi. Synti 300 og fór í potta. Ég byrja alltaf á þeim sjóðheita, en þar er aldrei nokkur maður. Hinn var í morgun þéttsetinn, og í þetta skipti eingöngu af körlum. Það voru fjórar konur í lauginni og allar syndandi hver sína einhver hundruð metra, en karlarnir sátu í pottinum og grobbuðu, heyrði ég þegar þangað kom.

Sumir gulbrúnir, sögðu sögur af koníaksdrykkju á börunum á Canarí og hvað þeim hafði tekist vel upp í viðskiptum við innfædda, þegar þeir voru "að kaupa fötin á konuna".  Aðrir lýstu snilldartöktum sínum við matargerð og sögðust jafnvel ekki slá af við grillið í garðinum þó blindbylur geisaði á miðjum þorra. Einhverjar lýsingar voru líka á færni þeirra í viðskiptum við nútímafarartæki, sem þurfa nú aldeilis aðra umönnum en Willys jepparnir hér áður, ég tala nú ekki um Ferguson traktorana ´51, sem voru með startarann í gírstönginni,en það vissi enginn.  Bændur á Íslandi voru að því komnir að skila trakrorunum öllum til útlanda aftur vegna þessa galla. Það var nú lágmarkið að hægt væri að koma þessu þarfaþingi í gang.

Í þessum potti hafði sem sagt ekki nokkur maður áhuga á pólitík, eða veðrinu, eða neinu því sem er að gerast í bæjarmálunum. Er annars eitthvað að gerast? Ég satt að segja veit það ekki, ég ætlaði að komast að  því í pottinum en það mistókst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Mig langar í sund.

Josiha, 22.4.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þú getur vel farið í sund - með alla fjölskylduna.  Ef þú ert ekki með hita? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Josiha

Ég var með hita í gær. Svo þarf ég að snýta mér stanslaust. Vona að það tákni að það sé e-ð að losna um slímið og að ástandið sé að fara að lagast. Ég hugsa að það sé mjög ógáfulegt að ætla sér að fara í sund þegar heilsan er svona...
...en um leið og ég fæ heilsuna aftur þá er ég sko farin í sund!

Josiha, 22.4.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skemmtilegar umræður í pottinum og alltaf eða oftast synda konurnar meir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.4.2007 kl. 12:45

5 identicon

Gott ráð til að losa um hor í fullorðnum er að fara í laugina!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 20:35

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

takk - ég tók eftir því

Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband