Já Villi - þú ert á réttri leið -

 -þó í seinna lagi  sé.  Svo bara reyna að fá Eymundsson til að leigja á horninu og þá verður allt gott eins og í gamla daga.  Ég held hann hafi búið þarna þegar hann var að selja fátæka fólkinu farmiðana til Vesturheims. Rándýrt, alveg ríflega fimmtíu krónur miðinn held ég. Það urðu margir að selja allt sem þeir áttu fyrir farinu. En sumir áttu ekki neitt svo hreppurinn varð að borga. Skárra en að sjá fyrir heilli fjölskyldu árum saman. Kannski fjölskyldu sem fjölgaði sér stöðugt og ekki treystandi á að öll börnin sáluðust jafnóðum.

Spurning hvort ekki mætti reka ferðaskrifstofu í húsinu með bókabúðinni. það er hvorugt verulega eldfimur rekstur. Bændaferðir gætu kannski fengið þar inni, þeir selja grimmt til Kanada.

Það er svolítið merkilegt að ég hef hvergi fundið neitt um nokkurn ættingja minn sem fór vestur. Mínum frændum var víst skipt í tvær fylkingar. Helmingurinn hafði það bara nokkuð gott og hafði engan áhuga á að flytja burt, en hinn átti ekki nokkurn skapaðan hlut sem hægt væri að selja fyrir farmiða til betra lífs. Líklega hefur bara enginn farið neitt nema hann Jónas. En hann fór bara til Danmerkur og dó.                                  Ég vildi alveg eiga frændfólk ,í Gimli til dæmis, þá gæti ég alltaf verið að fara þangað í heimsóknir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Systir hans afa flutti til Ameríku 1907 og síðan veit ég ekki meir, ég þarf að skreppa til Gimli og athuga hvort ég finn eitthvað af frændfólki, þú getur komið með mér, þú ratar.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Vá en ég heppin - það skal ég glöð gera.

Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband