20.4.2007 | 21:31
Vorið og "grasveðrið"
Maður á aldrei að kvarta undan rigningunni, hugsið ykkur bara ef hún væri ekki? Þá væri hér bara aldeilis ekkert líf.
Nú er í alvöru farið að vora undir fjöllunum. Þar kemur sumarið alltaf mörgum vikum fyrr en hér hjá okkur. Það var ekki að ástæðulausu sem ég sagði hér um árið að ef ég ætti eftir að eiga heima annarsstaðar en uppi í hrepp skyldi það vera undir fjöllunum. En svo fór nú allt á annan veg, líklega er engin leið að taka svona ákvarðanir þegar maður er átján ára. En það var bara alltaf svo gott veðrið þar. Sólskin og blíða eða suddavæta í logni. Það var grasveður.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér í Breiðholtinu er gróðurinn hálfum mánuði á eftir gróðrinum niður í bæ en á sumrin getur þó verið tveimur stigum meiri hiti hér en þar en aftur á móti er lika tveggja stig munur á veturnar. Þá er kaldara hjá okkur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.4.2007 kl. 22:12
Ég kvarta ekki. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hvað rigningin er góð
Josiha, 20.4.2007 kl. 22:27
Mér finnst rigningin góð - nema í roki.
GK, 20.4.2007 kl. 23:08
Ég elska rok og rigningu!
Mín reynsla er sú að það er sama hvernig veðrið er, fólk getur alltaf kvartað yfir því og vill hafa það einhvernveginn öðruvísi, aumingja fólkið!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 09:23
Ég skil vel að þú elskir rigninguna. Í mörg ár vissirðu varla að annað væri til. Einu sinni var ég í Vestmannaeyjum í sólskini og logni og heimamaður sagði okkur ljónheppin að hitta á annan af tveimur dögum ársins með þessu veðri.
Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 13:16
Bull!
Ég hef þó alist upp við það að kvarta ekki undan veðri.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 20:31
Já það er gott sjónarmið - það má finna bjarta hlið á öllu
Helga R. Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.