18.4.2007 | 20:58
Rúnturinn
Alltaf er ég að muna eftir einhverju sem aumingja nútímafólkið fær aldrei að reyna. Rúnturinn í Reykjavík. Ég vann einn vetur í Skáltúni, sem þýddi að ég var í bænum flest kvöld ef ég átti ekki kvöldvakt. Að vísu minnir mig að þá færum við alltaf í Þórskaffi, stundum fimm daga vikunnar. En það kom líka fyrir að við færum á rúntinn.
En svo veturinn sem ég var í Húsmæðraskóla Reykjavíkur var þessi dýrðlegi hringur staðurinn sem við skólastúlkur slitum skónum okkar á kvöld eftir kvöld. Hallærisplanið var fastur viðkomustaður, þar hófst reyndar okkar ganga, þar sem við komum ofan af Sólvallagötu. Svo gengum við á móti umferðinni, austur Austurstrætið, Lækjargötu og svo um Austurvöll út í Aðalstræti. oft kom fyrir að við næðum ekki hringnum áður en búið var að "húkka" okkur uppí bíl. En svo voru kvöld sem við röltum hring eftir hring án þess að nokkur hefði áhuga á okkur.
Ef við urðum mjög þreyttar kom fyrir að við færum á Hressó í kók, annars vorum við bara á rölti. Laugardagskvöld voru þó öðruvísi. Þá dubbuðum við okkur upp og fórum í Glaumbæ. Það er enn eitt sem allir eru að missa af. Glaumbær brann eins og fleira í miðbænum, en þar var geggjað að vera. Líka fórum við stundum á Hótel Borg og þar man ég eftir að hafa tjúttað við einhvern frábæran ókunnugan dansara og við vorum alein á gólfinu. Eftir dansinn gaf söngvari hljómsveitarinnar, Harald G.Haralds, mér merki og vildi tala við mig. það var til að segja mér að ég flaggaði undirpilsinu. Bleiku stífuðu undirpilsi. Líklega er það vegna þessa að ég man svo vel eftir þessum dansi.
Það var ekki fyrr en skólanum lauk, einhverntíman í maí, að fór að sjá almennilega á mér. Ég var nefnilega ólétt í öllu fjörinu þennan vetur. En það gerði ekkert til ég var hraust eins og fíll.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna...
GK, 18.4.2007 kl. 21:26
Reyndi að kvita áðan en það gekk ekki Reyni nú. til hamingju með þetta barn sem er löngu fætt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.4.2007 kl. 23:00
Jahá þú ert nú meiri stuðboltinn!
Helga G. er að gera verkefni í Íslensku um ömmu Helgu í "hugmyndavef" það er rosalega skemmtileg lesning sem þú færð bráðum að lesa
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.4.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.