17.4.2007 | 20:49
Vorverkin í menningunni
Nú er að koma sumar. Karlakór Selfoss hefur haldið sína fyrstu vortónleika á sumardaginn fyrsta í áratugi. Ég kannski fullyrði ekki fjóra, en örugglega þrjá. Við sem að þessum kór stöndum þurfum sitthvað að snúast vegna þessa. Söngskráin er alltaf borin í hús, næst síðasta dag vetrar eða svo. Ég var að bera út áðan, í hverfið mitt, sem hefur nú verið mitt nokkuð lengi.
Við skiptum bænum niður í bita og eignum okkur svo hvert sinn. Síðustu ár hefur þetta verið að þyngjast nokkuð fyrir "útburðina". Bærinn flæðir út um alla móa og mýrar og yfirferðin er orðin slík að best væri líklega að fara þetta ríðandi. Bekkjarfélagi minn góður komst svo vel að orði um daginn og sagði að það væri allt orðið hundleiðinlegt hérna. Hvergi hægt að vera, búið að eyðileggja alla móana í bænum. Ussussuss. Þetta er sjónarmið sem vert er að taka eftir.
Mitt hverfi er gamalt og gróið. Sama fólkið sem þar byggði í upphafi býr flest enn í húsunum sínum, sumt komið á efri ár, en heldur öllu vel við og er nú margt búið að fara fyrstu hreinsunarferðina í garðinum. Einstaka hús hafa fengið nýja eigendur. Ungt fólk sem hefur flutt hingað úr einhverjum öðrum bæ, sveit, eða bara úr borginni sjálfri "af því hér eru húsin svo miklu ódýrari en þar". Þessi hús hafa ekki öll verið jafn heppin. Garðarnir kannski í mestu órækt, húsin sjálf hafa ekki séð málningarpensil í einhver ár og grindverk og stéttar eru í algeru rusli. Svona getur farið fyrir húsum þegar þau eru keypt eingöngu vegna þess að þau eru ódýrari en húsin í borginni. Önnur hús hafa verið heppin og fengið fólk sem vill gera allt sem hægt er til að hafa húsið sitt fínt og garðinn til sóma. En svona gömul hverfi geta víst átt von á ýmsu.
Eftir konsertinn á fimmtudagskvöld gerum við okkur dagamun og höldum fína kaffiveislu í kórhúsinu okkar. Af því ég er formaður kvennaklúbbsins núna, hef ég verið, og verð eitthvað áfram á kvöldin, í símanum að redda hinu og þessu. Pönnsum hjá nokkrum, og öðrum til að hjálpa til við undirbúning og framkvæmd veislunnar. Einhverjar þurfa líka að selja miða á konsertum. Það er vissara að punkta hjá sér hvað er klárt og hvað ekki. En allt er þetta ósköp auðvelt. Við erum góður félagsskapur og allar segja já við öllu sem beðið er um. Það verður allt löngu tilbúið þegar við mætum á konsertinn í kirkjunni á sumardaginn fyrsta.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér var ég.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.4.2007 kl. 21:10
Dugnaður.
GK, 18.4.2007 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.