Flatey á Mýrum og fimmhundruð kýr

Ég er reyndar ekki alveg viss hvort ég á að segja Á eða Í Flatey.                                En 500 mjólkandi kýr, það er ekkert smá. Það verður vandi að finna nöfn á þær allar. Ég bara vona svo innilega að ekki verði látið duga að klessa númeraskilti á hverja og eina. Ópersónulegur búskapur er held ég leiðinlegur búskapur. Það kannski gengur með hænur, sem hafa "hænuhaus", en alls ekki beljur, þó talað sé um að "nautheimsku".

Þær hafa sál og heila, þær hugsa. Alla vega hafa þær misjafna hegðun. Það var örugglega úthugsað þegar hún Snotra elti allan  grenjandi krakkaskarann upp í ás til þess eins að drepa okkur. Einstakt lán að okkur tókst að klifra upp á klettinn þar sem við húktum langt fram á kvöld þegar við loksins vorum sótt. Ekki höfðum við grun um að það væri hann Snati sem hún var á eftir. Það vildi bara svo til að hann var með okkur.

En þessi árás sýndi sem sagt að hún var eitthvað að hugsa, þó heimskulegt væri.       Ég vildi gjarnan leggja lið við búskapinn í á Flatey með því að rifja upp nokkur góð kúanöfn, ef ég væri viss um að þau yrðu notuð.  Það eru ekki allar beljur bara Búkollur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fer alltaf "út í" eyjar.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já en þetta er ekki eyja eins og þínar. Það er bær á þurru landi sem heitir Flatey. Samt grunar mig að ég vilji hafa það Í.

Helga R. Einarsdóttir, 16.4.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Á bænum Flatey á Mýrum.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.4.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband