15.4.2007 | 20:13
Aftur í dag og málið er dautt
Það er allur vandinn. Ég dreif mig strax í morgun aftur út á blett og rakaði og hreinsaði það sem eftir var með tilheyrandi beygjum og teygjum. Harðsperrurnar létu undan síga og nú er ég eins og fimleikastúlka á norðurlandamóti - ég sá hana í sjónvarpinu áðan.
Júlía kom með pabba sínum fyrir hádegið, hún var orðin svo áhugasöm um heilsufar og klæðnað Siggu að hún bara varð. Það varð úr að Sigga fór með þeim heim. Alklædd.
Við fórum svo í sveitina í dag, í afmæli til mömmu. Það eru engin smámenni sem eiga afmæli á þessum degi: Vigdís Finnboga, Tóti á Reykjarbakka (til hamingju), Páfinn og mamma.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dugleg

Og til hamingju með allt þetta fólk
Josiha, 15.4.2007 kl. 20:53
Sæl....og Hörður systursonur minn er líka fæddur þennan góða dag, hann er orðinn 16 ára!
Sigþrúður Harðardóttir, 17.4.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.