14.4.2007 | 22:35
Dagur mikilla afreka
Ég gerði meira en að kyssa þennan kall í búðinni í morgun. Fyrir löngu síðan ákvað ég að gera tilraunir með ræktun eplatrjáa, en það lá við að ég gleymdi því. Þarna í kælinum í morgun mundi ég það allt í einu. Mér dvaldist líka óvenju lengi í kælinum útaf þessum skemmtilega "hittingi". Já það flaug mér í hug að ég ætti eftir að sá eplatrjánum. Þess vegna tíndi ég þarna í körfuna fáein epli af öllum sortum sem boðið var uppá í Bónus í dag. Ég ætla að reyna hver þeirra verður til að gefa af sér stærsta og hraustasta eplatréð í Mýrinni. Ég var meira að segja með svo skýra hugsun þarna í kælinum að ég mundi líka eftir að kaupa sætar kartöflur sem ég ætla að láta spíra og prófa að setja niður í vor.
Það verður semsagt ákaflega fjölbreytt og tilraunakennd ræktun í gangi þetta árið. Eftir hádegið fórum við svo út í framkvæmdir. Vetrardekkin tekin undan og önnur sett í staðinn. Limgerðin klippt, nokkuð mikið þetta árið, og bíllinn þveginn. Öllum afklippunum rakað saman og öðru rusli af lóðinni líka. Stakir runnar og tré klippt og snyrt. Draslið í hjólbörur og flutt í haug á baklóðinni. Kerran verður svo margfyllt á næstu vikum og allt saman flutt á haugana. Dagurinn var að vísu liðinn áður en allt ruslið var komið í hrúguna, en eitthvað verður nú að hafa fyrir stafni næstu daga.
Ég var nú að hugsa um að sleppa því, en læt það bara fljóta með. Ég er strax komin með harðsperrur um allan skrokk.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Broddi hefur látið þig roðna eins og epli.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.4.2007 kl. 23:12
Ég fer ekki á sumardekkin fyrr en á mánudaginn...
GK, 15.4.2007 kl. 00:09
Til hamingju með ömmu mína
...og Kalla og Vigdísi Finnboga
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.4.2007 kl. 00:57
Það fer ekki hjá því að margir eru ónotaðir vöðvarnir á veturna sem koma svo í ljós á vorin, kannast við það!
Já, húrra fyrir ömmunni!
mýrarlljósið (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.