Ég stunda lýtalækningar

Ég var búin að ákveða að gera þetta, en gerði mér varla grein fyrir hvernig ég ætti að fara að því. Eina leiðin var að hella sér bara í aðgerðina um leið og ég kom heim úr vinnunni. Hún var átakanlega mjóslegin,og svo var kroppurinn litli einhvernveginn allur í ósamræmi. Innfallin hægra megin að ofan og svo annað lærið, það var varla á því nokkurt hold. Vinstri rasskinn var hins vegar allnokkuð bústin og af þessu leit hún út eins og illa fötluð eftir umferðarslys.

Ég byrjaði á að sauma annan handlegginn betur á, tróð þar fyrst inn alveg glás af fyllingu svo allt leit vel út eftir að saumað var. Svo gerði ég stóran skurð á bakið og tróð þar inn nærri því úr fullum poka, alveg ótrúlegt hvað miklu ég kom fyrir. Ég þjappaði þessu ofaní fæturna og í handleggi og reyndi svo að gera búkinn eins kvenlegan og sexý og mögulegt var. Mér fannst óþægilegast á meðan á öllu þessu stóð, hvað hún var tilfinningalaus í svipnum. Hún starði á mig hálfopnum augum og brá ekki svip, hvort sem ég gerði stórar skurðaðgerðir eða sumaði. Nálin sem ég notaði var samt ekkert smáræði, engin venjuleg saumnál. Nálgaðist frekar pokanálarnar sem við notuðum til að sauma fyrir kálpokana í sveitinni hér áður fyrr. Það hefði mátt ætla að hún hefði fengið magnaða mænudeyfingu. Hún fann ekkert til, en var samt að horfa á mig.

Ég endaði svo á að sauma saman baksauminn og var nú nokkuð ánægð með aðgerðina. Það er reyndar örlítill herðakistill vinstra megin, en ég trúi ekki öðru en það jafni sig.  En nú varð enn meira áberandi hvað hún var óhrein í framan, og reyndar líka á höndum og fótum. Ég fór í vaskskápinn. Þar fann ég eitthvað sem á stóð: "ENJO - ekta sápa". Eitthvað sem ég lét plata inná mig á kynningu fyrir langa löngu. Rándýrt. Ég setti skvettu á svamp og byrjaði að nudda á henni andlitið, og viti menn það varð árangur. Ég hélt svo áfram og nuddaði höfuð háls og útlimi með þessari dýrindis sápu. Hún varð alveg tandurhrein. Ég get bætt því við kynningartexta þessarar "EKTA SÁPU" að hún batnar með árunum ef eitthvað er.

Nú er Sigga að hvíla sig inní stofu, endursköpuð og hrein og fín. Deyfingin að hverfa.  En hún er  ennþá  alsber. Þó að kroppurinn sé nú hreint ekki til að skammast sín fyrir verð ég víst að gefa henni einhver föt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

já, Sigga er að verða fín, heyri ég.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.4.2007 kl. 20:50

2 identicon

Ég þarf að skoða hana Siggu, er á mínu áhugasviði.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég skal senda ér mynd Ljósið mitt. Skoðaðu póst.

Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2007 kl. 21:10

4 identicon

Blessuð kellingin (hún Sigga).  Mér sýnist hún lýta þokkalega út eftir lýtaaðgerðina.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:19

5 Smámynd: Josiha

hihihihi....

Josiha, 13.4.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Zóphonías

Ættir að halda áfram á þessu sviði gætir grætt fúlgu

Zóphonías, 13.4.2007 kl. 21:51

7 Smámynd: GK

Heppin hún Sigga...

GK, 13.4.2007 kl. 22:05

8 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Æ það gleymdist að taka mynd ...svona before eins og á Michael Jackson

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.4.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband