Aumingja Sigga

Ég kom of seint heim úr vinnunni í dag. Þegar ég loksins kom hékk greyið hún Sigga litla við útidyrnar, fáklædd og mjóslegin. Hún var nú víst ekki búin að bíða lengi, en þó alveg nóg, í vestangjólunni sem var hér síðdegis.  Ég opnaði í skyndi og tók hana með inn. Mikið dæmalaust var hún kviðdregin  og vesaldarleg.

Ég byrjaði á að reyna að þvo henni, það var líkast því að hún hefði ekki komist í tæri við vatn og sápu svo vikum skipti. Mikið getur fólk verið kærulaust þegar svona litlar Siggur eiga í hlut. Verst gekk mér að ná skítnum af hælunum á henni. Þeir voru eiginlega svartir og eru enn ekki nógu hreinir þó ég sé búin að reyna bæði leisi geisla og pottasvamp. Nú læt ég hana hvíla sig eftir þvottinn. Ekki veitir hanni af að vera vel úthvíld þegar ég fer að vinna í því að koma henni í sæmileg hold. Þá verð ég að klippa gat á magann á henni og troða svo í nýrri fyllingu. Ég hlakka til þess, ég fæ þá alveg að ráða því hvernig holdafarið verður.  Og ekki verður síður gaman að klæða hana uppá nýtt, ég held hún hafi ekki fengið nýja flík í mörg ár. Ég ætla að hekla henni kjól og sokka, húfu og kannski peysu líka. Hún Sigga er nefnilega einskonar langömmubarnið mitt, dúkkan sem hún Helga Guðrún eignaðist þegar hún var á fyrsta ári og nú eru þær að verða átján ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá ég var farin að hafa áhyggjur af henni Siggu ;o) Er bara að kvitta fyrir innlitið, er að kíkja við annað slagið og er svo dónaleg að kvitta ekki fyrir. Gaman að lesa skrifin þín Helga. Kv. Inga

Inga (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:32

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ó fyrst hélt ég að Sigga væri kisa. Gaman af þessu. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.4.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Júlía Katrín var ekki mjög sátt við að skilja fósturbarnið sitt eftir á húninum,en ég lofaði henni að hún mætti hringja í þig og taka stöðuna

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.4.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

æ en gaman að þú ætlir að klæða og fæðahan Siggmína, hún hefur grennst ansi mikið í engum árin og ég held hún verði mjög ánægð að fá smá gott í magann;)

Kv. Helga Guðrún

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.4.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

úps.. lyklaborðið mitt er alveg að gefa sig, verð víst að þrýsta fastar á þessa takka!! en þið ættuð að ná samhenginu

 -Helga

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.4.2007 kl. 23:48

6 identicon

Ömmur eru yndislegar

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband