Fóelluvötnin

Bráðum getum við séð hvernig sumarið verður. Hann afi minn Hreiðar, sem var bóndi í Mosfellssveitinni í mörg ár, sagði mér allt um það.

Þjóðhátíðarárið 1974 fórum við á 17. júni og sóttum afa í Hliðartúnið þar sem hann bjó sín síðustu ár. Hann kom með okkur austur til að vera við hátíðarhöldin hér á Selfossi.

það var rjómablíða þennan dag eins og reyndar allt sumarið. Þegar við ókum hjá Sandskeiðinu, þar sem Fóelluvötnin eru hinumegin við veginn, sagði afi okkur að þetta myndi verða gott sumar.  Hann sá það af því að vötnin voru öll yfirfull af vatni.  Þó að þarna heiti alla tíð "vötn" er það ekkert algilt að í þeim sé vatn. Stundum er allt þurrt og skrælnað. En ef vatn er í vötnunum, (eins kjánalegt og það hljómar), á vorin og fyrri hluta sumars, má treysta því að sumarið verður gott á því veðursvæði sem vötnin tilheyra. "Gott sumar" er svo kannski álitamál hvað hverjum finnst, en ég hef fylgst með þessu og "gott"  hefur næstum undantekningalaust fylgt miklu vatni. Og "gott" er þá hlýtt og  bjart hér sunnanlands.  Ég get svariða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég er búin að fylgjast með þessu frá því þú fræddir mig.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.4.2007 kl. 18:30

2 identicon

Er það svoleiðis núna? Þú veist við hvað á að miða!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það er ekki alveg kominn sá tími sem við eigum að skoða þetta af viti. Næstu vikur verða leysingar og bráðnun í öllum fjöllum og svoleiðis vatn er ekki með í myndinni. En ef ég hugsaði mér að vatnið sem ég sá í gær væri þarna í maílok yrði þetta sumar heldur í leiðinlegra lagi.

kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 10.4.2007 kl. 20:53

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, 1974 var gott sumar þaðman ég vel. Ég giftist það sumar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.4.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég svaf í fyrsta skipti í tjaldi þetta sumar á þjóðhátíð á Þingvöllum.

Eyjólfur Sturlaugsson, 10.4.2007 kl. 22:50

6 identicon

Á ég að segja þér hvað ég var að gera á 17.júní 1974?  Komdu þar!!!!!1

mýrarljósið (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:03

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ljósið mitt góða. Ekki hef ég grun um hvað þú gerðir þennan dag nema þú hafir verið að vinna fyrir stórhátíðarkaupinu sem ég fékk ekki af því  ég var með alla fjölskylduna í hádegismat og svo úti á velli. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2007 kl. 23:02

8 identicon

Ég hef verið að vinna fyrir þig svo þú gætir verið með afa þínum í ekki skrúðgöngu.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 21:56

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér finnst það mjög trúlegt, þú hefur kannski verið að borga mér fyrir kvöldvaktina sem ég vann þegar þú fórst í bíó og "gamli" kom að leita að stelpunni? Allav. á þessum vinnustað voru alltaf góð samskipti og vaktaskipti vinnufélaga. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 14.4.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband