Nútíma verkamannablokkir

 Á seinni hluta síðustu aldar var byggt í Reykjavík og líklega víðar um land heilmikið af svokölluðum verkamannablokkum.  Þetta var held ég húsnæði ætlað þeim sem ekki höfðu fullar hendur fjár og líklega ráðstafað víða með einhverskonar kaupleigu. Þeir sem vilja mega gjarnan leiðrétta mig ef ég er að bulla. Ekki er ég manna fróðust í þessum efnum. 

Í dag lauk þessum páskum með veislu í Reykjavík. Hún Dagmar, yngismær í Grafarvoginum, var fermd í dag og þess vegna bauð fjölskyldan til veislu heima hjá sér. Að hætti sveitamanna lögðum við tímanlega af stað og ferðin gekk svo áfallalaust að við komum til höfuðstaðarins í fyrra lagi. Það var alveg korter í veislu. Þess vegna fórum við einn hring um nágrennið og komum þá að einu þessara nýju hverfa, sem eru í byggingu.

Í útjaðri hverfisins kom ég auga á nokkuð sem ég vil kalla nútíma verkamannablokk. Sex hvítum gámum raðað hlið við hlið og svo öðrum sex staflað þar ofaná. Það voru dyr á jarðhæð og svo nokkrir gluggar á stangli. Alveg skínandi fín blokk, sem ég veit að er reist þarna fyrir erlenda verkamenn. En það sem mér fannst kannski merkilegra voru nýju "fínu" húsin sem þessir menn vinna við að byggja. Það var sáralítill munur á útliti þeirra og "blokkarinnar" góðu. Mikið dæmalaust byggja menn ljótt á Íslandi í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er viss um að nýju blokkirnar eru þó þægilegri en gámablokkirnar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.4.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband