9.4.2007 | 12:39
Á ferð með Kalla í Kanada
Ég gleymdi alveg að segja ykkur að ég var með honum Kalla í Gimli sumarið 2005.
Þegar myndin var sýnd í sjónvarpinu í vikunni gátum við séð þetta allt fyrir okkur aftur. Þegar ég kom inná hátíðarsvæðið á Gimli og nálgaðist staðinn þar sem hestarnir voru geymdir heyrði ég kallað glaðri kvenmannsröddu: Nei halló! eru þá ekki hreppamenn hér?! Það var Elín frá Hvítárholti sem ávarpaði mig þar, og sannarlega var gaman að því, að við tveir sveitungar í ólíkum ferðu hittumst þarna í landinu stóra.
Í þessari ferð fórum við líka á stað sem heitir Icelandic State park og þar tókst mér að komast yfir fáeina furuköngla. Heim komin náði ég fræjum úr þessum könglum og þeim sáði ég svo á síðasta vori. Tvær litlar furur komu upp og lifðu til hausts. Ég bjó svo um þær sem best ég gat fyrir veturinn og í gær leit ég eftir þeim greyjunum. Þær eru fullfrískar og biða þess eins að hlýni örlítið meira, þá fara þær að vaxa og verða á endanum vonandi eins flottar og mömmurnar í Kanada. Þá verða þær komnar í framtíðarlandið sitt í Mýrinni.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.