Allt sem hægt er að gera

Ég get lofað því að þegar ég mæti í vinnu eftir helgina verð ég dauðuppgefin eftir "blessað fríið". Hvað hef ég gert? Nær væri að spyrja hvað ég hafi komið mér hjá að gera.

Ég fór í heimsókn í sveitina til mömmu og tók með mér tvær yndislegar borgarstúlkur.Á mánudag fórum við mæðgur til Rvk. með Júlíu í aðgerð,sem tókst vel en það var ósköp sárt á meðan á því stóð. Ég keypti inn fyrir helgina, eins og reyndar allir gera. Ég keypti fermingar og afmælisgjafir. Ég bakaði kleinur og pakkaði fyrir kökubasar og ég bjó til þrjár brauðtertur og bakaði eina súkkulaðiköku með kremi. Allt fyrir þennan sama basar sem ég svo undirbjó og hélt með samherjum mínum. Ég hélt fund í kvennaklúbbnum, það var bara eitt kvöld.

Ég fór í fermingarveislu á skírdag. Dýrleif Nanna átti þá líka eins árs afmæli. Ég fór uppí Hvalfjörð á föstudag, með nesti. Við vorum komin þangað kl.10.00 og gengum í hring í tvo tíma. Ég fann ekki marga baggalúta núna. Það er búið að rífa  gamla Hamrafell í Mosó og  byggja þar nýtt hús. Ég sá gæsir á beit við Borgarholtsskóla. Ég fór í tvær heimsóknir í Vogum á Vatnsleysuströnd og svo fór ég að skoða Wilson á strandstað fyrir utan Sandgerði.  Ég tók mynd af Njarðvíkurkirkju. Við fundum mömmu í Vogunum og tókum hana með heim. Hún gisti svo hér og var í afmælisveislu.

Ég fór aðeins í búðir á laugardag og svo var afmælisveisla Dýrleifar seinni partinn. Ég fór snemma dags á Páskadag í ferð uppí Tungur, að Úthlíð þar sem afkomendur eru í bústað. Þar fengum við grillveislu. það var þungskýjað á leiðinni uppeftir en létti svo til á leiðinni heim. Svo fór ég í eina heimsókn innanbæjar seinni partinn. Dýrleif og fjölskylda komu svo aðeins hingað. Ég skrifaði upp nokkra texta fyrir karlakórsmann.Ég er nú enga stund að því. Á morgun er ein fermingarveisla í Rvk.  Þvottavélin er að þvo, hún gerir það sjálf.   Nú fer ég að hekla teppi sem ég er með á "prjónunum" og horfa á sjónv. með hinu auganu. Annars er víst ekkert í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú ekki venjuleg Helga ! Heklar horfir á sjónvarp og bloggar ótrúlega fjölhæf gott að fríið sé á enda þá getur þú hvílt þig

Guðbjörg Elín (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Vá ég varð smá þreyttur. En einhverjum bjöllum hringdi hjá mér þegar þú sagðist hafa steikt kleinur, hef ég ekki smakkað þær og eru þær ekki dásamlegar

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: GK

dugnaður.is - Takk fyrir helgina...

GK, 8.4.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Josiha

Það verður seint sagt um hana Helgu Ragnheiði Einarsdóttur að hún sé e-r letingi 

Takk fyrir allt og takk mest fyrir að vera til

Josiha, 9.4.2007 kl. 00:07

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Duganarðar forkur það ert þú.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.4.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband