5.4.2007 | 18:22
Merkilegt er það
Ég sáa á síðu sonar míns í gær að hann hafði hannað barmmerki fyrir frambjóðandann Bjarna. Mér fannst merkið skemmtilegt og bauðst til að kaupa eitt á fimmhundruðkall. Ég fékk það svar að ég gæti fengið það gefins. Það er nú ekki til að afsaka neitt, en mér finnst samt hæfa að segja frá því að ég safna svona merkjum, eins og svo mörgu öðru. Ég á merki um ólíklegustu uppákomur, framboð og viðburði . Má til dæamis nefna S. merki Eggerts Haukdal og Garbage Kids eitthvað sem ég held að hafi verið eitthvert söfnunaræði barna í morgunkorni. En sem sagt, ég er ekkert að afsaka það að ég bauðst til að kaupa merkið hans Bjarna og jafnframt sagðist ég alveg vera til í að bera það á barminum.
Eftir vel heppnaðan kökubasar í Nóatúni fórum við í fermingarveislu Maríu í hótelinu. Það var auðvitað rosa flott veisla og fullt af góðu fólki. þar kom líka ritstjórinn og merkishönnuðurinn sonur minn með konu sína og dótturina Dýrleifu Nönnu sem er eins árs í dag. Þetta er semsagt mikill hátíðisdagur. Sonurinn laumaði að mér barmmerkinu góða sem hann hafði lofað mér. Og ekki vildi ég klikka á mínum fyrirheitum og ætlaði að festa það umsvifalaust í barminn. En þá fórnaði sonurinn höndum og sagði það ekki hæfa að bera Bjarna á barmi sparifatanna í fermingarveislu. Ekki að tala um þó þar hefði hann félagsskap af nælunni góðu perluskreyttu, sem ég erfði eftir hana tengdamóður mína, og heiðursmerki Karlakórs Selfoss sem ég fékk fyrir að skrifa sögu kórsins. Jahjerna. En ég vildi nú ekki alveg una þessum höftum og nældi karlinn innaná barminn. þar hafði ég hann í friði og hann gat reyndar vel við unað, þar var hann kominn nær hjarta mér en sjálfur Karlakórinn sem ég hef borið fyrir brjósti í fjörutíu ár.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki gott að vera með Bjarna á brjósti sér
Tómas Þóroddsson, 5.4.2007 kl. 18:32
Ef þú Tommi, lætur búa til barmmerki með mynd af þér skaltu fá sömu meðferð. Enga öfund.
Helga R. Einarsdóttir, 5.4.2007 kl. 18:44
Jamm forsetakosningar á næsta ári.....er það ekki ?
Tómas Þóroddsson, 5.4.2007 kl. 20:59
Hahahahaha...
GK, 5.4.2007 kl. 21:08
Ég er til í að skoða það, það fer að koma tími á kvenmann aftur!
Helga R. Einarsdóttir, 5.4.2007 kl. 21:25
Hahaha...ég las fyrst ekki síðasta orðið ("sér") í kommentinu hans Tomma og las því allt annað
En hvað er annars í gangi með bloggið? Ég kíkti hérna rétt áðan og þá var efsta færslan síðan 31. mars! Var þá samt búin að sjá þessa færslu hér fyrr í dag...
Josiha, 5.4.2007 kl. 23:18
Til hamingju með afmæli barnabaqrnsins. Þó ég sé einum degi of sein.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.4.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.