3.4.2015 | 21:59
Gleymdur heimur
Þar sem mér tókst að grafa upp aðgangsorðið mitt í blogginu held ég að mér sé ætlað að nýta það aðeins betur. Ég var reyndar búin að setja hér inn flest það sem mér datt í hug... fram að þeim tíma sem ég ánetjaðist fésbókinni, eftir fésbók virtist ekki ástæða til að lifa tvöföldu lífi á prenti. En ég er nú með þeim ósköpum fædd að hugmyndirnar hætta ekkert að verða til og sumar eru bara betur til þess fallnar að eiga heima hér. það kom líka fyrir á þeim tíma að ég fór að rífast yfir pólitík og blaðaskrifum, sem ég auðvitað hef ekkert vit til að rífast um. En samt.. það er ágætt að hafa einhvern hálfleyndan stað til að láta vaða og rífast, jafnvel útaf engu. Af því einhvernvegin er það svo að hér finnst mér ég vera ein í heiminum og geti sagt nærri því hvað sem er... sem auðvitað er mesta vitleysa, það veit ég vel. Ég verð að rifja ýmislegt upp ætli ég að dvelja hér eitthvað að ráði. Búin að gleyma hvernig ég næ í myndir til að setja hingað, blogg... og bara allt er ónýtt ef ekki eru myndir öðru hvoru. Og svo þetta með blaðagreinarnar, hvar fann ég þær til að rífast yfir og gat vísað í þær hérna? Jú það er rétt að láta vaða, ég sé að heilanum veitir ekkert af því að rifja þetta allt saman upp. Gleðilega páska :-) Naunaunau.. hér þyðir ekkert að búa til broskalla, þetta er blogg en ekki fés. Og átti maður svo að skrifa undir? man það ekki kkv.HRE Hohoho... gat látið mynd.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Páskarnir eru nú liðnir svo ekki get ég sagt gleðilega páska en ég vona að þeir hafi verið það. Það er gott að eiga þetta afdrep líka þó svo maður sé á facebook. Þegar ég blogga sem er ekki oft tengi ég það facebook. Vona að ég sjái þig hér stundum í framtíðinni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.4.2015 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.