4.4.2007 | 19:11
Hver var að tala um "hvíldardaga"?
Alveg merkilegt hvað allt verður alltaf snargalið í þessari viku. Allt fullt af bílum á götum og bílastæðum, allar búðir fullar af fólki. Alveg sama hvaða búðir, ekki bara þær sem selja matvörur og gjafavörur. Apótekið er fullt, það undirbúa víst allir veikindi líka, það er vissara. Ég snaraðist í búð fyrir hádegi og dró að mér það sem mig vantaði og á að duga næstu daga. Ég veit að það er opið á morgun svo ekki er hætta á neyðarástandi þó eitthvað hafi orðið eftir.
Á morgun er ein fermingarveisla og áður en hún byrjar þarf ég að starta tertubasar kvennaklúbbsins í Nóatúni. Og útaf þessum kökubasar er ég í dag búin að baka og búa ýmislegt til. Það er langt í frá að páskahelgin verði rólegur hvíldartími hér á bæ. Það er líka allt í lagi, svoleiðis "tímar" eru ekki beint mitt uppáhalds. Nú fer ég að hræra salat í brauðtertur.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og er þetta ekki hvíldarhátiíð ?
Halldór Sigurðsson, 4.4.2007 kl. 22:23
Dugnaður er þetta...
GK, 4.4.2007 kl. 22:26
Held bara að þú sért í stuði. Gleðilega pákahelgi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.4.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.