Ein skítlétt

 Páskafrí - ótrúlega gott að geta sofið þegar aðrir fara í vinnu. Allt öðruvísi en helgarnar, þegar allir hinir fá að njóta líka. Samt var ég komin á fætur kl.8.00 í morgun, ég þurfti aðeins að snúast í kringum sjálfa mig og svo fór ég í bæinn með Guðbjörgu og Júlíu af því það var verið að taka nefkirtla úr Júlíu. 

Synd að fara svona illa með lítil börn, en amma var afturí hjá henni á heimleiðinni og sagði músasögur. Hún átti ósköp bágt, en reyndi að skæla ekki svo hún gæti fylgst með því sem fram fór í sögunni. Svo sofnaði hún í Kömbunum og er víst bara nokkuð brött núna. Ein gáta.

 Fjandsamlegur fiskunum

Fingraaflraun valin

Brot af glímubrögðunum

Betri en kelda talin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Æ aumingja Júlía  Það er gott að eiga svona góða ömmu eins og þig þegar maður á bágt. 

Josiha, 2.4.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Takk fyrir hjálpina amma mín,músasagan hjálpaði mjög!ég ætla að skoða holuna næst þegar ég kem í R9. Þín Júlía Katrín

Svar:k....r

kv. GHS

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 2.4.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Guðbjörg  R.

Helga R. Einarsdóttir, 2.4.2007 kl. 21:47

4 Smámynd: GK

Þessi er alltof létt...

Næstur nefi í augunum,
þar býr enginn Palli.
beita má með hælunum,
kenndur við hann Halli.

Sjaldan er slöpp vísa of oft kveðin. Lausnina má reyndar ekki finna í 2. línu.

GK, 3.4.2007 kl. 14:37

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Bjóstutta sjálfur?  Ég veit hvað það er - af því ég þekki Halla.

Helga R. Einarsdóttir, 3.4.2007 kl. 17:12

6 Smámynd: GK

Bjó þetta sjálfur á 15 sekúndum. Það er nú auðvelt ef engir eru stuðlarnir og höfuðstafirnir...

GK, 3.4.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband