"Hvar ertu núna"?

Ég er ekki að auglýsa eftir neinum sérstökum. Ekki gömlum kærasta eða vinnufélaga sem ég hef ekki hitt í tuttugu ár. Ég er bara að hugsa um fólk svona yfirleitt. Það kemur svo oft fyrir að mér dettur einhver í hug, einhver sem ég kannski fylgdist með í uppvextinum eða vann með nokkur ár. Svo hefur þetta fólk bara horfið eitthvað út í buskann og sést ekki meir.

Krakkarnir í hverfinu. Einu sinni voru þau hlaupandi hér um allt, undir og yfir girðingar, diglandi á bjölluna seint á kvöldin og svo hlaupin fyrir hornið þegar að var gáð. Grafandi snjóhús í skaflana á lóðinni, og brjótandi niður snjóhús fyrir krökkunum í næstu götu. Rólóinn var alþakinn krökkum, í smábarnaleikjum á daginn og fótbolta um kvöld. Boltarnir flugu um lóðirnar í kring og gróðurhúsin voru í stórhættu.

Það er lítið um krakka þar núna, allir orðnir gamlir í hverfinu. Reyndar sumir svo gamlir að þeir eru farnir á elliheimili eða til himna. Þá kemur nýtt fólk í húsin og aðrir krakkar á róló.  Mér finnst líka alltaf gaman þegar ég sé einhverja, sem léku sér í sandkassanum eða spörkuðu bolta fyrir tuttugu árum, koma með sín börn til að sýna þeim rólóinn. það er ekki vandi fyrir þá sem það gera að rifja upp allt sem einu sinni var, rólóinn er nefnilega enn, fjörutíu árum seinna, alveg nákvæmlega eins og einu sinni var.

Ég er þó nokkuð viss um að einhver hefur skipt um sand í kassanum og nú eru engar girðingar sem skilja róló frá lóðunum í kring. Þær eru löngu ónýtar og við höfum ekkert verið að reisa nýjar. það er semsagt frjálst flæði frá öllum húsum á róló og kannski höldum við þar grillpartí fyrir fullorðna á ljúfu sumarkvöldi og syngjum "Ertu þá farinn og hvar ertu núna"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég man eftir rollum í garðinum og þegar R?????  hjólaði viljandi yfir mig lyggjandi

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.4.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Josiha

Æ, mér fannst þetta e-ð svo sorgleg lesning

Josiha, 1.4.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ekki vera leið Jóhanna - það endurtekur sig allt og það eru að koma krakkar aftur. Þeir hafa bara verið í öðrum hverfum síðustu ár. En fannst þér ekki skítt að GHS skyldi liggja þarna með y á meðan R????? hjólaði yfir hana?

Helga R. Einarsdóttir, 1.4.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Josiha

Jú það var skítt. Ég er samt engu nær hver R????? er...

*Knús* á Guggu!

Josiha, 2.4.2007 kl. 00:28

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að rólóinn er óbreyttur. Oft koma rólóar og fara. Tldæmis í Langagerði þar sem ég átti heima. Rólóinnn var á næstu lóð við okkur og nú er verið að byggja hús þar.

Þakka þér Helga mín góð orð til mín í gær. Það gladdi mig mikið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2007 kl. 11:09

7 identicon

Hæ...

hmmm, ekki á ég nú neitt yndislegar minningar af þessum róló... manstu nafna?? brotið viðbein eftir að klifrugrindin datt ofan á mig.... jakketí jakk...  En aldrei að vita nema ég eigi eftir að sýna börnunum mínum (sem nú eru orðin 2...)þennan róló við tækifæri...

 Kv. Helga litla

Helga litla (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 11:52

8 identicon

Hef örlítin grun um hver R????? er. Annars vorum við yngri börnin í hverfinu ekki mikið á þessum leikvelli. Minnir einmitt að ákveðinn G???? hafi verið að stríða manni þar 

Kv. Gugga litla á Víðó

Guðbjörg (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 13:19

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Jess -! Nú líkar mér við ykkur stelpur. Bara láta vaða allt það sem á ykkur dundi í gamla daga. Nafna mín, fyrst af öllu langar mig til að óska þér til hamingju með litlu (stóru) dótturina. Ég var alvarlega farin að vona að hún fengi sama afmælisdag og ég.Það er engin hætta á að ég gleymi tjóninu sem þú varðst fyrir á róló. Ég átti að vera að passa þig barn! Enda held ég að það hafi ég ekki verið beðin um síðan. Gaman að sjá þig á skjá Guðbjörg, ég hef grun um að þú hafir komið í heimsókn fyrr, en nú kann ég sem sagt ráðið til að þú komir úr felum. Ég man eftir, sérstaklega einni hryðjuverkapersónu á róló, en gef ekki upp nafn, Guðbjörg mín man það víst vel.

Helga R. Einarsdóttir, 2.4.2007 kl. 13:46

10 Smámynd: GK

Það vantar nýja klifrugrind á rólóinn... Annars væri gaman að halda þar einhverskonar hverfisgrill...

GK, 3.4.2007 kl. 14:40

11 identicon

Það þarf þá að festa þá klifurgrind betur en þá gömlu

Annars þakka ég kærlega fyrir allar passanirnar í gamla daga.  Þetta gekk nú alltaf vel og slysalaust fyrir sig nema í þetta eina skipti

mýrarljósið (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:24

12 identicon

Bara að kvitta, langt síðan ég hef litið inn, hef verið í tölvubanni 

Ég hef nú sterkan grun um hver þessi R????? er, þá hræddist ég ekki minna D???? J??? en komst svo að því seinna að hann væri tengdur mér og notfærði mér það.  Þeir voru nú fleiri sem ógnuðu mér þegar ég gekk austur í Stekkholt. Verst hvað það tók langan tíma því ég tók hina ýmsu króka til að forðast þessa pörupilta.

Kveðja Kristjana 

Kristjana (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197635

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband