31.3.2007 | 22:41
Hitaveitustokkurinn
Mér finnst sorglegt að hann skuli hafa verið rifinn. Þessi umferðaræð sem lá frá Reykjum í Mosfellssveiinni alla leið að Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Þegar við vorum á Hulduhólum hjá ömmu og afa komumst við allt sem þurfti eftir þessari einstöku gönguleið. Við vorum send í Kaupfélagið, gangandi á stokknum. Við fórum fram að Hamrafelli og niður í Kamp, þar sem Braggakotið var, gangandi á stokknum. Við fórum upp að Reykjalundi, þar sem afi var stundum að vinna, þá fórum við eftir stokknum. Hlaupandi, valhoppandi og skoppandi á þessari steyptu kúptu braut, og svartar tjörurendurnar með vissu bili, það mátti ekki stíga á þær. Svona fórum við útum alla sveit.
Seinna þegar ég vann í Skálatúni fór ég meira að segja oftar en einu sinni og tvisvar til Reykjavíkur arkandi á þessum einstaka hitaveitustokk. Í hælaháum skóm á ball í Þórskaffi eða bara í búðaferð á frídegi. Það sparaði fargjaldið með rútunni. Þegar ég síðast hitti þennan fornvin minn var langt komið að eyða honum. Svolítill spotti á milli Hulduhóla og Skálatúns var þó óskemmdur og ég tók myndir. Þær get ég þó alltaf sýnt afkomendunum og sagt þeim hvernig ég ferðaðist um Mosfellssveitina "í gamla daga".
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já - allrar veraldar vegur / víkur að sama punkt ...
Hlynur Þór Magnússon, 31.3.2007 kl. 22:47
Hugg,hugg
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.3.2007 kl. 22:54
Ólafur fannberg, 31.3.2007 kl. 23:17
Já. auðvitað, stokkurinn er farinn. Ég hugsaði ekki út í það. Sjálf bjó ég upp við hitaveitustokk í Langagerðinu og eftir honum fór maður líka út um allt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.4.2007 kl. 13:00
Hvað varð um bloggið sem þú bloggaðir í dag?
Sá ég kannski ofsjónir?
Josiha, 5.4.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.