Hitaveitustokkurinn

Mér finnst sorglegt að hann skuli hafa verið rifinn. Þessi umferðaræð sem lá frá Reykjum  í Mosfellssveiinni alla leið að Öskjuhlíðinni í Reykjavík.  Þegar við vorum á Hulduhólum hjá ömmu og afa komumst við allt sem þurfti eftir þessari einstöku gönguleið. Við vorum send í Kaupfélagið, gangandi á stokknum.  Við fórum fram að Hamrafelli og niður í Kamp, þar sem Braggakotið var, gangandi á stokknum. Við fórum upp að Reykjalundi, þar sem afi var stundum að vinna, þá fórum við eftir stokknum. Hlaupandi, valhoppandi og skoppandi á þessari steyptu kúptu braut, og svartar tjörurendurnar með vissu bili, það mátti ekki stíga á þær. Svona fórum við útum alla sveit.

Seinna þegar ég vann í Skálatúni fór ég meira að segja oftar en einu sinni og tvisvar til Reykjavíkur arkandi á þessum einstaka hitaveitustokk. Í hælaháum skóm á ball í Þórskaffi eða bara í búðaferð á frídegi. Það sparaði fargjaldið með rútunni.  Þegar ég síðast hitti þennan fornvin minn var langt komið að eyða honum. Svolítill spotti á milli Hulduhóla og Skálatúns var þó óskemmdur og ég tók myndir. Þær get ég þó alltaf sýnt afkomendunum og sagt þeim hvernig ég ferðaðist um Mosfellssveitina "í gamla daga".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Já - allrar veraldar vegur / víkur að sama punkt ...

Hlynur Þór Magnússon, 31.3.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 31.3.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já. auðvitað, stokkurinn er farinn. Ég hugsaði ekki út í það. Sjálf bjó ég upp við hitaveitustokk í Langagerðinu og eftir honum fór maður líka út um allt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.4.2007 kl. 13:00

5 Smámynd: Josiha

Hvað varð um bloggið sem þú bloggaðir í dag?  Sá ég kannski ofsjónir?

Josiha, 5.4.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband