Hvað varð um "vini Hafnarfjarðar"?

Það eru ekkert mörg ar síðan ég fékk skjalfesta staðfesingu þess að ég væri vinur Hafnarfjarðar.  Mér var gert þetta einstaka tilboð og auðvitað tók ég því.

Á þeim tíma fengum við vinirnir vinsamlegt bréf frá bæjarstjóranum, við fengum kort af bænum og svo líka annað kort sem sýndi þekkt búsvæði dverga og álfa í þessum fallega kaupstað. Við fengum "lykil" að bænum og afsláttarkort í búðir og söfn. það var flott að vera vinur þessa bæjar.

Þetta var örugglega skömmu eftir að sædýrasafninu var  lokað af því þar var allt að fara í drasl . Ísbjörninn sullaði kolskítugur í ennþá drullugri lauginni og eitthvað af skepnunum var farið að stelast út á nóttunni af því girðingarnar héldu ekki.

Álverið var þá nýtt og fínt vestur í Straumsvík og rollubændur í útjaðri bæjarins sáu þar rjúka í birtingu á morgnana. En svo fór þessi nágrannabær að teygja sig niður af brekkubrúnum og vestur með ströndinni. Enginn sá neitt að því að nálgast þennan vinnustað, kannski bara gott að geta labbað í vinnuna? Ég er að meina - að mér sem vini Hafnarfjarðar finnst ekkert að þessu áli þarna, og það hefur enginn þar neytt fólk til að byggja sér hús í túnfætinum. það velur það sjálft.  

En á meðan ég man, það var meiningin að ég fengi endurnýjað áfsláttarkort árlega og svo bjóst ég alveg við jólakorti frá bæjarstjóranum, svona öðru hvoru. En nú eru bara bændur við Þjórsá búnir að leggja undir sig póstþjónustuna í Firðinum og þykjast allt í einu eiga þar fullt af vinum. Mér er stórlega misboðið.

Ég hefði  verulega gaman af að vita hverjir þessir öðlingsbændur eru, ég væri alveg til með að benda þeim á að velja sér vinni annarsstaðar, kannski á Hvammstanga?         Ég vil fá að eiga mína vini í friði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er rétt hjá þér það neyddi enginn fólkið til að byggja þarna. Man vel þesa tíma sem þú lýsir en enginn bauð mér að vera vinur Hafnarfjarðar þó þykir mér vænt um þann bæ.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.3.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband