29.3.2007 | 20:48
Það kemur fyrir ---
að maður verður að skrifa um ekki neitt. Svoleiðis er ástandið á mér í dag, ég hef ekkert um að tala. Ekki skrifa ég um pólitík, það eru nógir aðrir til þess og svo er hún líka hundleiðinleg á prenti. Ekki dettur mér í hug að skrifa um fréttirnar í Mogganum. Mogginn er nú einu sinni til þess að segja okkur fréttirnar og eigum við ekki að ætlast til að það sé gert sómasamlega. Samt er fullt af fólki sem virðist aldrei hafa neitt að segja frá eigin brjósti, lætur sig hafa það að margtyggja upp það sem stendur í blöðunum.
Í dag er reyndar "blaðadagurinn" hér á Selfossi, öll vikulegu heimablöðin komu inn um lúguna í dag. Og það var bara furðu margt í þeim núna. Vantar fullt af fólki í vinnu útum allt, göturnar á Selfossi eru handónýtar og svo á að byggja rosalega flott hús niðri á Stokkseyri. Alveg röð af turnum, húsum og blokkum meðfram sjónum. Ekki samt svona amennilegt bryggjuhverfi eins og er til allsstaðar. Kannski er það ekki lengur flott? En ég fer nú ekkert að skrifa um það.
Það tekur því heldur ekki að segja frá stjórnarfundinum sem ég hélt hér heima á mánudaginn, eða ballettsýningunni sem ég fór á í Borgarleikhúsinu á þriðjudag. Hún Urður var að dansa þar og bauð ömmu að koma, en það var nú á þriðjudaginn. Svo var ég að vinna á árshátíð 9. bekkjar í gær, kom ekki heim fyrr en að ganga tíu. Það var flott leikrit, tvær sýningar, en það þarf nú ekki að hafa orð á svo sjálfsögðum hlut, auðvitað eru krakkarnir flottir þegar þau vilja það.
Ég ætla heldur ekkert að vera að tala um veðrið, eða vorið sem liggur í loftinu. það eru nú allir að skrifa um það. "Þessi yndislega blíða um allt land". Krakkarnir henda af sér spjörunum um alla skólalóð og svo finnur enginn neitt þegar farið er að leita á snögunum inni. Einhver var líka að tala um lóuna og tjaldinn og alla hina fuglana sem eru að koma til landsins. Ekki fer ég að taka fram fyrir hendurnar á þeim.
Það er sama hvað mér dettur í hug, allt hefur verið skrifað um áður. Og svei mér þá, hvernig á annað að vera? Það er ekki hægt að finna endalaust upp á einhverju nýju.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst gaman að lesa blogg sem er ekki um neitt. Og gott að þú ætlir ekki að blogga um pólitík. Ég mundi sko aldrei nenna lesa það
Alltaf gaman að fá fimmtudagsblöðin þó að það sé kannski ekkert í þeim. Það er einmitt svo gaman að lesa ekki-fréttir.
Josiha, 29.3.2007 kl. 21:36
sammála síðasta dritara
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 29.3.2007 kl. 22:47
Auðvitað tala allir um vorið og þú getur líka gert það. Það er svo ólöp gott að fá birtuna og hýjuna. Svo er það nú balletsýningin. Auðvitað höfum við áhuga á þessu.
Já við þurfum ekki að skrifa um fréttir nema að að sé eitthvað sem okkur þykir allveg sérstakt og eg fyrir mitt seiti sé ekki þannig fréttir oft.
Helga mín hafðu það gott. Það er alltaf gaman af blogginu þínu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.3.2007 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.