26.3.2007 | 20:18
Ég sá svolítið skemmtilegt í dag
Og það var ekki bara eitt. Í dag var svona dagur sem mann langar til að spila aftur og aftur. Veðrið var þannig að maður sá að vorið er handan við hornið. Ég byrjaði í fyrsta tíma á því að fá 9.5 fyrir enskuverkefni sem ég gerði í síðustu viku. Ég geri stundum svona tilraunir að gamni mínu. Krakkarnir í bekknum mínum voru öll góð, þau eru það alltaf. En þessa dagana eigum við reyndar dálítið bágt, bekkjarfélagi okkar missti mömmu sína í bílslysi í vikunni sem leið og það er erfitt fyrir alla.
Síðdegis vorum við I.J.að telja útúr skoðanakönnun og sjáum nú fyrir endann á því. Einu sinni héldum við að þetta tæki engan enda. Þegar við fórum út töluðum við svo mikið um útgáfu fjáröflunarbóka sem við erum að fara að vinna í , að við gleymdum báðar að skipta um skó. Hún sagði reyndar eftirá að ég hefði verið búin að taka útiskóna úr hillunni og komin úr inniskónum, en þá var bara snúið til baka og farið í inniskóna en hinir settir aftur í hilluna. Svona er gaman.
En það sem ég ætlaði að byrja með var strákur í núnda bekk. Töffari af bestu sort, og í hverju haldið þið hann hafi verið? "Blue Bell" gallabuxum og uppreimuðum strigaskóm, alveg nákvæmlega eins og ég átti fyrir óralöngu síðan. Nú heitir þetta eitthvað allt annað, en er þó alveg eins. Stráksa vantaði bara svartan glansandi mittisjakka með loðnum kraga þá hefði hann verið eins og gæjarnir í Skógum árið 1961.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 197635
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tískan gengur í hringi. mér þykir lieðinlegt að heyra um bekkjarfélagnann.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.3.2007 kl. 21:17
Gæjalegt...
GK, 27.3.2007 kl. 00:32
og skvísurnar kikknuðu í hnjáliðunum.........
mýrarljósið (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.