25.3.2007 | 21:27
Fermingarpeningarnir í sellófan?
Nú er okkur boðið í tvær fermingarveislur. Það er orðið langt síðan síðast - finnst mér, en eru þó víst ekki nema þrjú eða fjögur ár. Síðast þegar ég var í svona veislu minnir mig að lítið væri um pakka. Kannski bara einn eða tveir og svo bunki af umslögum. Mér fannst það eitthvað svo fátæklegt þó ég vissi að í umslögunum væri fullt af seðlum.
Afmælis og fermingarveislur breyttu alveg um svip og urðu miklu skemmtilegri þegar sellófanpappírinn var fundinn upp og maður gat fengið að sjá hvað er í pökkunum. Þess vegna finnst mér ég illa svikin þegar svona er komið. Umslögin eru ekki einu sinni glær, svo maður veit ekkert hvað mikið er í þeim. Ég er fegin að ekki er enn farið að gefa "bara peninginn" í stórafmælisgjafir. Þegar,eða ef, að því kemur dugir varla einhver smáaur fyrir fimmtugsafmæli. En bara án gríns. Hvað er eiginlega börnum gefið í fermingargjafir þetta árið? Einhverjar fermingar eru byrjaðar, hvað hafa börnin fengið?
Fyrir ákaflega mörgum árum fékk ég hest og beisli, úr og skartgripi og þótti gott. Ég fékk þá líka hvíta litla sálmabók, merkta mér, með skrautletri eftir mesta snilling, alla vega þess tíma, í skrautritun, frænda minn Steindór Björnsson frá Gröf. Þessa bók á ég enn, og svo nokkur armbönd. Beislið hangir hér úti í skúr, en Skjóni minn er löngu fallinn.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 197636
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var búin að skrifa rosa langt komment en strokaði það út. Ætla frekar að blogga um það, hehe. Annars er ég alveg lost hvað á að gefa fermingarbörnunum í ár í fermingargjöf.
Josiha, 25.3.2007 kl. 21:43
Takk fyrir komuna Jóhanna mín. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 25.3.2007 kl. 21:48
Takk fyrir kaffið Helga mín
Búin að blogga. P.S. Fín myndin af þér
Josiha, 25.3.2007 kl. 22:32
Já, ég fékk úr, tvenn baby doll.tösku eyrnalokka og fleira en ég fékk líka 500 krónur frá ömmu minni sem var jörðuð á fimmtugeginum, sem sagt 3 dögum áður en eg fermdist. Nú fá börnin tölvur, síma og fleira. Bestu kveðjur Helga mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.3.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.