Veður fyrir allt hitt

Í dag er veður til að gera það sem verður útundan í góða veðrinu. ( Sem ég man nú ekki hvenær ég sá síðast) Það er veður til að þríf, það er veður til að fara í búðir, það er veður til að hekla barnateppi, það er veður til að grafa upp páskadótið og dúkana, það er veður til að setja Ella Press á fóninn og laga til í skúffunum. Það er líka veður til að baka og finna eitthvað skemmtilegt í matreiðslubók til að elda í kvöldmatinn. Eitthvað sem mig hefur lengi langað í en enginn annar vill. Eitthvað sem er svo lítið mál að elda að ég tek ekki eftir því. það er veður til að vera ein heima allan daginn, eða fara á flakk og gera akkúrat það sem mér dettur í hug - kannski ekki neitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kveðjur. Gaman af Ella Press. Hann stedur fyrir sínu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.3.2007 kl. 17:48

2 Smámynd: GK

Búinn að fá myndirnar. Græja þetta næst þegar ég get græjað...

GK, 24.3.2007 kl. 21:08

3 identicon

Mér fannst þú svo mikið krútt á hjólinu.

Ég fékk mér væna gönguferð í suðaustan 20 í gær, helv. hressndi.  Ég þarf að klippa sírenuna fyrir vorið en tími því ekki, er ekki annars að koma vor?

mýrarljósið (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 15:55

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það er nú tímabært að kannast við að maður hefur þroskast, og er kannski núna "öðruvísi krútt". kv.

Helga R. Einarsdóttir, 25.3.2007 kl. 16:33

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Það er naumast að þú gerir veður úr þessu driti...þú ert alltaf mesta krúttið!

Kannski full alvarleg mynd fyrir annars káta konu.??

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 25.3.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 197636

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband