Að gefa presti dóttur sína

Í eldgamla daga þóttust þeir heppnir sem fengu tækifæri til þess. Hann Einar Högnason, bóndi og stúdent, í Skógum undir Eyjafjöllum, var einn þeirra. Þó hann væri skólagenginn og af mikilli  prestaætt hafði honum ekki tekist að fá brauð, en hann bjó góðu búi og átti allmörg börn.

Þegar Jón Pétursson prófastur á Frostastöðum í Húnaþingi falaðist eftir dóttur hans fyrir son sinn Jón þurfti Einar ekki lengi að hugsa málið, og þótti varla taka því að nefna það, við stúlkuna eða móður hennar, áður en hann svaraði játandi. Það var ekki einasta að ungi Jón Jónsson væri prófastssonur og prestlærður, heldur var hann af Bólstaðarhlíðarætt frá móður sinni. En sú ætt þótti með þeim merkilegri norðanlands, ef ekki Íslandi öllu, á þeim tíma.  

Þrítug var hún Elín frá Skógum orðin prófastsfrú í Steinnesi í Húnavatnssýslu og þar átti hún börnin sín átta. Valgerður Þórunn langamma mín var sú fimmta í þeim hópi.         En þarna fór eins og víðar á þessum tíma, það voru alltaf allir að deyja, og það gerði líka hann Jón prófastur í Steinnesi, bara ríflega fimmtugur.    Þá var Valgerður ekki nema fjórtán ára og elsta systirin um tvítugt. 

Elín varð að yfirgefa Steinnes. Þegar prestar og prófastar dóu á þessum árum fengu ekkjurnar oftast eitt ár til að koma sér í burtu. Þeir prestar sem á eftir komu voru misjafnlega umburðarlyndir og með svo mörg börn sem Elín var trúi ég að henni hafi verið hollast að pilla sig í burtu sem fyrst. Ekkert barnanna var gift þegar þetta var og liðu allmörg ár til þess. En þegar elsta dóttirin Elísabet giftist lækninum  í Bæ í Króksfirði fór Elín til hennar og dó þar 1894 - 83 ára gömul. 

Elín hefur staðið vel að málum þegar kom að giftingum barnanna, læknar og prestar voru hennar tengdafólk. Og þannig kom hún Valgerði vel fyrir í Stærri Árskógi hjá honum Tómasi langafa. Þá var  hún orðin 27 ára gömul. Tíu mánuðum eftir giftinguna fæddist fyrsta barn ungu prestshjónanna í Stærri Árskógi. Hann Steingrímur litli kom í heiminn, en fékk ekki að vera nema stutt. Hann dó fáum dögum eftir tveggja ára afmælið sitt. 

Sex árum seinna flutti fjöskyldan að Völlum Í Svarfaðardal og þar bjuggu þau þar til Tómas lést 54 ára gamall.  Ekki er hægt að segja að lifið hafi gngið vel á Völlum þessi ár. Báðum var hjónunum algerlega ómögulegt að búa sæmilegu búi. Embættisverkin voru ekki borguð og var hann enginn maður til að standa í innheimtu. Og ekki tók hún að sér að rukka fyrir hann. Hún var fín frú og hafði alist upp við að svo skyldi vera. Hann var einstaklega glæsilegur maður og almælt að hann ætti kærustu í hverri sókn þar nyrðra. Það var bara ekkert launungarmál. Það mátti því segja að  heimilislífið og búskapurinn, hafi þessi ár á Völlum, verið ein rjúkandi rúst .

En þau eignuðust fimm börn sem komust upp. Hann Hallgrímur afi minn var einn þeirra.  Eftir lát Tómasar flutti Valgerður út á Hofsós, en þar voru þá flest börnin búsett.   Seinna fór hún með dætrum sínum til Þingeyrar þar sem hún lifði fram yfir áttrætt.

Þá fékk hún líklega tækifæri til að vera það sem hún var fædd og uppalin til:            "Frú Valgerður". Ég fann leiðið hennar í elsta horni  kirkjugarðsins þar. Í skjóli gamalla reynitrjáa stendur mosavaxinn steinn með áletrun.      "Valgerður Jónsdóttir prestsfrú frá Völlum"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, þú hefur líklega vitjað margra leiða þegar þú fórst í kirkjuferðirnar þínar hérna áður fyrr.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.3.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Jidúdda mía,hvað það er fróðlegt að lesa þetta um forfeður og mæður sínar!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.3.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Josiha

Til hamingju með afmælið!

Josiha, 19.3.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Til hamingju með daginn mamma mín,sjáumst seinni partinn

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.3.2007 kl. 11:46

5 Smámynd: Zóphonías

Til hamingju með afmælið ..  Kveðja í Rauðholtið :)

Zóphonías, 19.3.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 197636

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband