10.3.2007 | 17:15
Er bókaskápur heima hjá þér?
Ég komst nýlega að því að bókaskápar með mörg hundruð eintökum eru ekki til á öllum heimilum. Mér fannst þetta svolítið skrýtið fyrst, en er nú að jafna mig á því. Það hafa akkert allir áhuga á að sanka að sér bókum í hundraðatali. Ég hef það reyndar ekki heldur, en einhvernvegin gerist þetta samt og er heldur ekki eingöngu mín sök.
Við fórum nefnilega á bókamarkaðinní Perlunni í dag. Það er alveg sama þó maður fari á hverju ári, alltaf er þar fullt af eldri bókum sem gaman væri að eiga, eða þó aðallega að lesa. Og þar sem ekki er þarna leiga eða lánastarfssemi er eina ráðið að kaupa. Verst þetta með plássið í skápnum. Ég er alveg til í að losa mig við eitthvað af því gamla en til þess þarf að leita samkomulags á heimilinu, það gæti orðið torsótt.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 197638
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er bæði bókaskápur og hillur fullar af bókum hjá mér hehehe eða þannig sko..
Ólafur fannberg, 10.3.2007 kl. 17:24
Ég held þetta sé krónískur sjúkdómur hjá okkur grúskurum :)
Zóphonías, 10.3.2007 kl. 17:29
Þú verður bara að halda Holtamarkað í skúrnum
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.3.2007 kl. 18:18
Ég ætlaði að fara útskýra afhverju það eru engar bækur lengur til á St. Sandvík 5, en fattaði svo að það er kannski ekki alveg við hæfi að segja frá því opinberlega. Segi þér bara frá því næst þegar ég hitti þig. En einu sinni voru hér fullt af bókum. Ekki lengur.
Josiha, 10.3.2007 kl. 21:14
Jú ég er með bólaskápa og bækur líka í geymslunni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.3.2007 kl. 21:55
hahaha þetta átti að vera bókaskápa.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.3.2007 kl. 21:55
Þú spyrð eins og fávís kona.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.