Hvernig voru fötin hennar langalangömmu?

Á hverjum einasta degi gerist eitthvað skemmtilegt í skólanum. Við erum að læra um Jón Sigurðsson í samfélagsfræði.  Jón Sigurðsson var ákaflega merkilegur maður. Það hlýtur að vera af því að um hann hefur verið skrifað í margar bækur og öll börn á Íslandi yfirgefa skólann sinn aldeilis viss um að að hann "Jón forseti" hafi bjargað Íslandi öllu á sínum tíma.

Mér varð það nú reyndar á að fara svo í skóla mörgum, mörgum árum seinna og þar var þá kennari sem hreint ekki var sannfærður um ágæti Jóns og var ekkert að lúra á því. Sagði hann hafa verið drykkfelldan og latan til náms. Enda hefði hann ekki lokið neinu prófi, eftir tólf ára hangs við  Kaupmannahafnarháskóla. 

En það var nú ekki sjálfur Jón sem ég ætlaði að tala um. Þegar við erum í tímum að læra um eitthvað sem gerðist fyrir óralöngu síðan, jafnvel tvöhundruð árum eða meira, þá er ég stundum aðalpersónan í bekknum. Mér finnst svolítið merkilegt hvað krakkarnir hafa mikinn áhuga á því sem einu sinni var, einhverju sem er svo órafjarri að þau geta með engu móti gert sér grein fyrir því. það verður oft til þess að umræður utan efnis verða líflegar og spurningar nokkuð krefjandi, og þá er það sem ég kem til sögunnar.

Kennarar eru ekkert að dylja það að þeir eru ekki alveg með allt á hreinu frá þessum tímum, en mér dugir ekkert undanhald í þeim efnum. "Ég er svo gömul að ég hlýt að vita allt".  Þetta er þeirra bjargfasta trú og ég verð að reyna að standa undir væntingum.  Í dag þurfti ég semsagt að svara fyrir: Klæðnað kvenna, svona hversdags, á átjándu öld, giftingarmál og barneignir ungra Íslendinga á sama tíma, og ýmislegt varðandi húsnæði og aðbúnað almúgans á landi hér.

Ég held í alvöru að tímaskynið þeirra sumra sé ekki alveg í lagi. Þess vegna reyndi ég í dag að gera þeim ljóst hvað margir afar þeirra hefðu verið til frá byrjum nítjándu aldar. Við komumst að því að langa langafar þeirra margra hefðu verið krakkar 1805. Og þá hefðu þau um leið átt að skilja að ég get með engu móti verið frá sama tíma. Nema þau haldi bara að ég sé eilíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

vita þau bara ekki að þú ert fróð. ? En annars tímaskin krakka á þessum aldrei er svona. Man bara hvernig þetta var  hjá mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.3.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: GK

Þetta er ekki Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins?

GK, 9.3.2007 kl. 01:39

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei Guðmundur, en gæti hafa verið langalangafi hans? 

Spurðu Bjarna, hann er sagnfróður.

Helga R. Einarsdóttir, 9.3.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 197638

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband