Þegar sólin skín

Þá hættir maður að vera lasinn, það er gaman að fara í vinnuna og það er gaman þar allan daginn. Glugginn á skólastofunni er galopinn en það kemur enginn andvari þar inn af því það er algert logn.Við svörum spurningum úr Hrafnkelssögu og vinnum verkefni í efnafræði. Krakkarnir leika sér í frímínútum eins og á vordögum. Verst hvað þau sækja í að fækka fötum af eintómu sólskini.

Eftir vinnu er ekki hægt að vera inni, þó er heilsunnar vegna ekki vert að fara í langa göngu. Bíltúr gerir líka gott. Nokkra hringi um bæinn fyrir kvöldmat. Göturnar enn þaktar ryki, sem heitir svo svifryk þegar það þyrlast upp undan bílnum. Einn hring um bílasölurnar, ótrúlega mikið af bílum sem hægt er að kaupa þar. Óvenju vel raðað í stæðin, þeir hafa dundað við það í blíðunni strákarnir. Fullt af fólki á göngu, með hunda eða krakka. Flestir þó með húfu og vettlinga, það er ekki hlýtt þó að sólin hafi skinið í allan dag.  Við annan brúarendan eru þrír karlar, þeir eru að troða  vír ofaní stóra holu í gangstéttinni.  Hinumegin við brúna er líka hola í stéttinni, en þar stendur bara einn maður og horfir ofaní? Skyldi einhver vera á leiðinni yfir til hans með vírinn? Eru göng undir brúnni? Ég yrði brjáluð að skríða svona langa leið í lokuðum göngum. Einu sinni man ég að minkur var notaður til að draga svona víra, kannski var eitthvert dýr á leiðinni undir brúna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Þú verður samt að fara vel með þig þó að þú sért "hætt" að vera lasin, Helga mín.

Gummi vann heima í dag. Hann er búinn að tala við þrjá smiði - einn er upptekinn næstu 2 árin! Svo fórum við að versla og Dýrleif Nanna galaði hátt ef ég fór of langt í burtu frá henni (fór samt ekki að gráta....bara kalla aðeins á mig, hehe). Kíktu svo á Engjaveginn. Þar voru allir súkkulaðibrúnir og sætir.

Josiha, 7.3.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Ólafur fannberg

verður að passa vel uppá þig annars kemur pestin aftur ...

Ólafur fannberg, 7.3.2007 kl. 22:08

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Svifrykið er nú ekki það besta fyrir þig gamla

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.3.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: GK

Bundu þeir þá vírinn við skottið á minknum?

GK, 7.3.2007 kl. 23:24

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að þér líður betur. Ég heyri að það er vorhugur í þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.3.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir umhyggjuna. Nei Guðmundur, það voru búin til axlabönd, eð svona aktygi á þá. Þeir hefðu strax slitið aftanúr skottinu. Þetta er ekkert djók, ég hélt þú myndir eftir því sjálfur.

Helga R. Einarsdóttir, 8.3.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 197638

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband