Heilsufræði fyrir 8.bekk

Ég svaf hálf illa í nótt, hóstaköst með reglulegu millibili og varla náðist að blunda á milli. Þess vegna var ég steinsofandi til kl. átta, en hringdi þá og tilkynnti forföll dagsins í skólanum.

Í næstu viku á ég að mæta í reglulegt eftirlit hjá heimilislækninum og viku áður en það skellur á fer ég alltaf í blóðprufu. Það þýddi að ég varð að fara í þá prufu í dag hvort sem ég hafði til þess heilsu eða ekki. Blóðprufur eru teknar frá átta til tíu og maður verður að mæta svangur. það var þess vegna ekki annað að gera en druslast á lappir og koma sér útá sjúkrahús.

Ég var hins vegar búin að ákveða að fara svo seinni partinn á læknavaktina og láta lækna mig af þessari fjárans pest. Ég var komin um kl. hálf níu og þá biðu nokkuð margir. Konan í afgreiðslunni (kona 1) virtist vel vöknuð og tók mér vinsamlega. Mér datt í hug að spyrja hana hvort svo "vel" vildi til að sjúklingur hefði "fallið frá" svo smuga hefði kannski myndast hjá einhverjum lækninum?  Hún gáði að þessu en því miður var hvergi von um tíma. Allt í lagi sagði ég, ég kem þá bara á vaktina síðdegis. Já, hún sagði að það væri þá á milli fjögur  og átta.

Svo settist ég og beið.  Mér var alveg sama hvað ég þurfti að bíða lengi. Heima hefði ég hvort sem er ekkert gert annað en bíða eftir að klukkan yrði fjögur og þarna var þó alla vega fólk á ferðinni.

Það gengur yfirleitt furðu fljótt þarna í blóðprufunum og það leið ekki á löngu þar til ég var komin inn til "blóðkonunnar".  Sú sem tók á móti mér er mér nokkuð kunnug og hún hefur alltaf farið vel með mig. Sonur hennar er með mér í bekk. Hún tók strax eftir því að ég var með ræfilslegra móti og spurði um það. Jú - jú ég sagðist vera búin að vera með pest í einhverjar vikur og ætlaði að koma síðdegis til að láta lækna mig.  "Þú ferð bara strax", sagði hún. Nei, ég sagði það ekki hægt, ég væri búin að spyrja. "Jú víst er það hægt" sagði þessi góða "blóðkona". "Þú ferð bara fram og lætur skrá þig hjá hjúkkunum og svo koma þær þér að". Ég rétt komst hjá því að hún leiddi mig eins og barn til "konu 1" og talaði þar máli mínu. Ég lofaði að reyna.

Þegar ég kom fram var löng röð hjá tölvukonunni. Hún var svo löng að áður en ég komst að var "kona 2" komin henni til aðstoðar. Ég var fegin því og fór í röðina hjá henni.     Ég fór svo  alveg eftir fyrirmælum "blóðkonunnar".  Bar mig aumlega, studdi mig við borðið og riðaði aðeins á fótunum. Sagði svo rámri röddu: "Ég verð að komast til læknis srax". Þetta gekk allt eins og "blóðkonan" hafði spáð, ég átti bara að bíða hjá hjúkkunum þangað til einhver doktorinn gæti gert mér skil.                                     "Þú gætir þuft að bíða nokkuð lengi" sagði "kona 2".                                                   Ég forðaðist að líta á "konu 1", mér fannst einhvernvegin að ég væri að "snúa á hana".

Ég settist svo innst á ganginum og beið. Nú var ég komin á aðalganginn og bjó mig undir að bíða lengi. Og fljótlega áttaði ég mig á því að biðin yrði ekki leiðinleg, það var mæðraskoðunardagurinn í dag. Ég gæti kannski orðið einhvers visari?  En það fór nú ekki svo. það liðu varla tíu mínútur og þá var kallað í mig. 

Læknirinn sem tók við mér var ókunnugur, ég er svo heppin að þurfa sjaldan að nota þessa þjónustu, þess vegna eru læknar mér oftast ókunnugir. það er gott. Hann hlustaði mig og bankaði, lýsti ofan í hálsinn og skrifaði svo resept.  Einhver ófriður í lungunum og hálsinn bólginn. Pillurnar eiga að laga það á viku og ég má alveg fara að vinna, bara ekki með neinum látum. Ég lofaði því, en sagði honum ekkert að ég væri í 8. bekk og þar væri sjaldan mjög rólegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Æ lofaðu mér að fara ekki of fljótt að vinna. Láttu þér batna almennilega áður en þú ferð í hasarinn.

Josiha, 6.3.2007 kl. 20:54

2 identicon

Bara róleg stutta mín. Alltof margir fara of snemma að vinna eftir þessa andsk. flensu, sé þetta í apótekinu skilurðu! Hafðu það sem best, kveðjur.

Kata mágkona (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég skal lof að læðast um ganga og þegja í tímu. Ég er nú búin að vera hitalaus síðan á sunnudag. Takk fyrir umhyggjuna kv. amma Helga.

Helga R. Einarsdóttir, 6.3.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir gott boð sem kom í dag - sama.

Helga R. Einarsdóttir, 6.3.2007 kl. 21:13

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er eins gott að vita hvernig maður á að bera sig að. Góðan bata Helga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: GK

Batni þið viitaar...

GK, 6.3.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 197638

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband