5.3.2007 | 20:38
Álfar og tröll
Ég veit það núna, hvað það var sem lagði mig aftur í rúmið. Heimsóknin í Álfa og tröllasfnið á fimmtudaginn. Við fórum með alla krakkana í skólanum til að skoða þetta safn og vissulega var gaman að sjá það. En ég fór tvisvar inní Ísheimana, þar sem jakarnir stóru eru og norðurljósin braga um vegginn. Félaga minn langaði til að fara aðra ferð og auðvitað samþykkti ég það.
Ég var samt alveg ágætlega klædd, nema bara vantaði trefil og húfu. Svo var ég líka alveg hætt að hugsa um einhverja pest, maður getur nú ekki eytt vormánuðunum í að velta sér uppúr veikindum. Nú er mér sagt að ég sé örugglega komin með lungnabólgu, ætli ég verði ekki að fara á læknavaktina á morgun.
En hvað með það, ég get alveg mælt með ferð í gegnum þetta safn. Það var "fagur dagur", eins og einhversstaðar stendur,(var það Bangsímon?) þegar við fórum í þennan bíltúr og á heimleið fórum við upp "að austanverðu", sem þýðir um Gaulverjabæjarhrepp hinn forna. Ég hef oft rekið mig á í svona ferðum hvað margir fullorðnir eru fávísir um sitt nánasta umhverfi. Satt að segja eru sárafáir sem hafa hugmynd um hvað bæir og kennileiti í nágrannasveitunum heita og aldrei hef ég í skólaferðum heyrt neinn lýsa leiðinni með sögum eða öðrum frásögnum. Krakkarnir eru svosem ekkert öll að spyrja mikið, en nokkur þó og mér finnst synd að enginn virðist geta svarað þeim.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vertu bara sem lengst heima. Þú ert alltaf svo dugleg að mæta í vinnuna ;) Þegar ég var að vinna í skólanum niðurfrá þá voru kennararnir yfirleitt alltaf veikir sína tvo daga í hverjum mánuði. Þannig að þú átt ábyggilega inni mánuð í veikindi... ;) Þó að það sé hundleiðinlegt...
GK, 5.3.2007 kl. 22:39
Ólafur fannberg, 6.3.2007 kl. 08:05
ÆÆ ekki gaman hjá þér en vertu róleg og láttu nú kíkja á þig.
Þú hefur ekki verið í réttri rútu mínir kennarar stóðu sig vel í leiðarlýsingum.
Kveðja Pálína
Pálína (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.