Ekki gott....

....ástand á mér. Þessi helgi átti að vera svona "góð helgi", sem þýðir að maður geri það sem þarf, eða dettur í hugann, bara svona "óforvarendis". Að vísu byrjaði föstudagurinn vel, með ferð í tvær búðir og eina heimsókn í Jórutún. Laugardagur fór líka eðlilega af stað. Bónus eftir síðbúna fótaferð, síðbúið heitir hér níu eftir að maður reynir að bæla sig frá kl. sjö. 

Svo komu Guðmundur og Dýrlef í hádeginu og voru í heimsókn góða stund. Hún er farin að ferðast víða og er ekkert feimin við að vera á ókunnum stað - þegar mamma er ekki með. Það heitir "móðursýki" hjá litlum börnum. 

Svo þegar leið á daginn í gær fór að draga af mér. Ég varð sveitt og roluleg, en líka svo kalt að ég endaði undir sæng. Þar með var sá dagur orðinn að engu. Ég reyndi þó að hreyfa mig og sinna því sem húsmæður eiga að sinna, en það varð heldur tilþrifalítið.

Og í morgun bara fór ég ekkert á fætur. Augljós einkenni sögðu mér að ég væri veik, svo mikið veik að ég hringdi í lækni. Það er þó hægt að gera það, mér hefur alltaf skilist að læknar væru eitthvað sem engin leið væri að ná sambandi við nema panta tíma fimm vikur fram í tímann.

Mér varð nú reyndar ekki mikil hjálp af þessu samtali. Stúlkurödd sagði mér, eftir að ég hafði lýst einkennum, að ég væri líklega með einhverja af þessu umgangspestum og ætti bara að hafa það náðugt næstu daga. Eiginlega fannst mér þetta grunsamlega barnaleg rödd. Það var alveg sama þó ég segði henni að ég væri búin að fá þessa pest fyrir hálfum mánuði og taldi mig hafa haft það náðugt í fjóra heila daga þá.  Og sæmilega heyrn hef ég ekki fengið síðan. Henni var alveg sama um það. 

Reyndar veit ég ekki við hverju ég hafði búst. Varla lyfjagjöf í gegnum símann og ég vissi nú vel sjálf að ég var ekki spítalamatur svo ekki þurfti ég hennar orð til að sannfæra mig um að ég myndi lifa helgina. En að hún skyldi segja mér að vera heima, alla vega á morgun, fannst mér slæmt. Hún spurði hvað ég væri gömul svo hún gat alveg vitað að ég væri svo þroskuð að ég gæti ákveðið það sjálf.  Hún bauð mér lika að líta inn, einhverntiman í næstu viku, ef ég yrði ekkert skárri.

Það er eins og sumu fólki finnist bara allt í lagi að segja manni að hanga heima á vinnudegi. Mér bara finnst það hreint ekki í lagi, hundleiðinlegt að vera hér alein yfir engu og svo missir maður alltaf af einhverju skemmtilegu í skólanum.

Ég át eina Ibúfen eftir hádegið svo ég gæti setið uppi nógu lengi til að skrifa ykkur þessa sorgarsögu. Kann nokkur ráð til að bæta ástandið? Kannski er til læknir á blogginu sem segir mér hvort ég á að gegna þessu stúlkubarni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Æ hvað er að heyra! Ekki líst mér á það. Eina ráðið sem ég get gefið þér er að fara vel með þig og hvíla þig sem mest. Þegar líkaminn er í hvíld þá gengur honum betur að lækna sig. Láttu mig endilega vita ef ég/við getum gert e- fyrir þig. Batakveðjur!

Josiha, 4.3.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Josiha

Spurning hvort þú leggst ekki í rúm og skoðir jólakortin? Ég man þegar mamma þín sagði mér frá þeim sið sem var á hennar heimili. Þegar þau systkinin voru veik þá fengum þau að skoða jólakortin. Mér fannst það góð saga og get vel trúað því að það sé viss lækningarmáttur fólginn í því að lesa góðar kveðjur (og skoða fallegar myndir) :-)

Josiha, 4.3.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekki er þetta gott Helga mín. Aftur orðin veik. Þú átt mína samúð. Ég veit hvað þú meinar um svona stúlkubörn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.3.2007 kl. 18:11

4 identicon

Það virkaði einu sinni vel á mig í mínum veikindum að fara út að trimma í ausandi rigningu.  Á morgun er spáð rigningu... Gangi þér vel að batna.

Tóti (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: GK

Batni þér...

GK, 5.3.2007 kl. 00:31

6 Smámynd: Ólafur fannberg

bestu batakveðjur

Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 08:05

7 identicon

Eigðu árangursríkann batadag

gugga (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 17:22

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Bestu þakkir fyrir góðar kveðjur og ráð. Ég er búin að koma jólakortunum fyrir Jóhanna, einhversstaðar sem ég ekki man og nenni ekki að leita. En ég skoðaði í staðin sögulegar myndabækur ffrá ferðum mínum um heiminn - og hafði gott af - vona ég. 

Tóti - (mér finnst svo skemmtilegt að eiga svona leynivin). Ég beið í allan dag eftir rigningu en hún kom ekki. Ef hún kom hjá þér ertu  lengra í burtu en ég hélt.

Helga R. Einarsdóttir, 5.3.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband